Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 304
ekki eru í Sambandi þjóðlegra námumanna, fasta at-
vinnu?
Nei, herra, sagði námumaðurinn. Það er engin stöð-
ug vinna lengur í Harlan.
Hvað er langt, síðan þér höfðuð vinnu?
Bráðum ár.
Og aðrir?
Hann hugsaði sig um. Eg veit ekki vel. En þeir eru
til, sem ekki hafa séð námugöng i tvö, þrjú ár.
Hvað gera þeir?
Lítið eða ekkert.
Hvernig lifa þeir?
Á hestabaunum.
Það liafði eg aldrei heyrt áður. Við reyndum að kom-
ast fyrir það, livað hestabaunir væru. Námumaðurinn
skýrði það fyrir okkur, svo sagði liann, að þeir tindu
oft vilt ber, og þegar ekkert væri annað að hafa, þá
ætu þeir — gras.
Hvernig fara þeir að því að lialda í sér lífinu?
Deyja flestir. Það er jarðað nærri daglega. — Augu
hans skutu gneistum. Það er erfitt, sagði liann, eink-
um fyrir börnin. Þau deyja öll úr „flux“.
„Flux“ ?
„Flux“. Hungrið. — Þarmarnir blæða. — Búið.
Aftur varð steinliljóð.
Loks leit eg á Dreiser. Dreiser leit á mig, svo á námu-
manninn og síðan á þá ljóshærðu. Það var erfitt að sjá,
hvert okkar bonum var minnst um. Lífið þarna liand-
an við fjöllin liafði dælt blóði í þennan mann. Augu
hans skutu gneistum móti þeim heimi, er lét slika hluti
eiga sér stað.
Allright, muldraði hann með snöggri hneigingu í átt-
ina til mín. Þér annist allan undirbúning. Þegar því er
lokið, förum við.
Mér varð litið á námumanninn. Hann stóð auðmjúk-
ur, þolinmóður, feiminn. Þeir höfðu sent mig til að vinna
304