Rauðir pennar - 07.12.1935, Side 305
Dreiser. Mér liafði ekki tekizt það. Það var námumað-
urinn, sem liafði hrakið allar mótbárur. Námumaðurinn!
Morguninn eftir fórum við til Harlan, leigðum stóra
stofu í gistihúsi, settum á stofn dómstól og liófum rann-
sóknina. Eg verð að geta þess hér, að fyrsta kynning
okkar af Harlan staðfesti ekki frásagnirnar. Harlan
hafði verið lýst fyrir okkur sem herbúðum. En þenn-
an fyrsta morgun sáum við engan undir vopnum.
Þegar við komum, heið okkar fólk svo hundruðum
skipti: Námumenn, sem ætluðu að segja frá hrakning-
um sínum, horgarar, er litu á yfirlieyrslurnar sem
skemmtilegt dægurgaman, blaðamenn, nokkrir liðsfor-
ingjar úr þjóðvarnarliðinu, sem höfðu verið sendirhingað
af fylkisstjóranum, tveir starfsmenn stjórnarinnar, sem
áttu að rannsaka rannsóknina, einn eða tveir snareygir
athugendur, ef til vill verksmiðjunjósnarar.
Dreiser sat í forsæti, Ornitz við lilið hans. Hraðrit-
unarstúlkur voru þegar teknar til starfa. Dos Passos
skrifaði sér til minnis, nærsýn augun héngu niðri í vasa-
bókinni. Walkes-bræðurnir aðstoðuðu, lögðu á ráð,
hlustuðu á. Eg var lengst af úti í ganginum, átti við-
tal við þá, sem ætluðu að bera vitni, komst eftir hinu
markverðasta og sendi skýrslu til Dreisers og Ornitz, til
að flýta fyrir þeim. Charlie Walker leysti mig öðru
hvoru af hólmi.......Dreiser var farinn að yfirheyra
fyrsta vitnið.
En svo eg lialdi áfram: Vitnisburður og aftur vitnis-
burður: Hungur, ofbeldi, misbeiting. Þessar vitnaleiðsl-
ur fylla mestan hluta hókar, sem nefnist: Verkamenn-
irnir í Harlan tala. Þessa bók gaf nefndin út, eftir för-
ina til Harlan. Auk vitnaleiðslanna er í bókinni inn-
gangsritgerð eftir okkur. Það er heimildarrit um lif
námumannanna, hjálp til skilnings á hinum fyrstu hrær-
ingum byltingarsinnaðs hugarfars. Stúdentar ættu að lesa
305