Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 306
þessa bók ofan í kjölinn, í þessari ritgerð vonast eg
aðeins til að geta brugðið upp einkennandi bópmynd
af námumönnunum:
Langa-langafi minn kom yfir fjöllin með Daniel Boone,
og eg og fólk mitt höfum lifað hér frá blautu barnsbeini.
Á þessu sjáið þið, að lierra námumaðurinn var ekki
alltaf lierra námumaður, hann var einu sinni herra land-
nemi. Hann var kraftur Cumberland-fjallanna og drap
Indíána og barðist við Englendinga og i þrælastriðinu.
Já, herra, sagði einn námumaðurinn við mig, fvrir
löngu síðan var fóllc mitt og eg herrar sköpunarverks-
ins, við plægðum þessar hæðir, við ræktuðum hvað sem
við vildum, skutum þvottabjörn og grábjörn, brugguð-
um okkur kornbrennivín, og skattheimtumanninum ent-
ist ekki aklur til að banna það. — Augu hans urðu döp-
ur. — En þeir dagar eru liðnir. — Og hann gekk út
altekinn af minningunni um hina horfnu frægð. Það
hélt annar áfram sögunni:
Já, herra rithöfundur, þar sem þér eruð félagi okkar
og vinur, skal eg segja yður sögu okkar. Við fjallabú-
arnir, við höfum barizt í borgarastríðinu, og við höf-
um barizt fyrir landið og fyrir frelsinu.
Og við lifðum góðu lífi og frjálsu lífi.
Og svo — það er ekki langt síðan, kannske 1911 eða
1912 — var lögð járnbraut um héraðið. Og útlending-
ar (hann átti við menn úr öðrum fylkjum) komu upp
í fjöllin okkar. Og þar fundu þeir kol.
Það var upphafið að endalokum okkar. Það leiddi
yfir okkur synd og útskúfun og hungur og þrældóm í
djúpum jarðarinnar.
Nú var tæmt, það sem liann hafði að segja. Af manni
úr fjöllunum var það ótrúlega mikið, þetta, sem liann
hafði sagt. Annar varð að taka við.
Já, herra, kolaleitarmennirnir komu til okkar og
sögðu: Bræður, sögðu þeir, við erum komnir til að gera
ykkur ríka. Og þeir buðu okkur liundrað dollara fyrir
306