Rauðir pennar - 07.12.1935, Síða 307
land okkar, kannske tvö hundruð, kannske þrjú. Já, og
við fjallabúarnir, við höfðum aldrei haft svo inikið f«
milli handanna, þekktum ekki slíkar upphæðir. Og svo
sögðum við, að það væri vissulega kostaboð. Og svo
fengu þeir okkur peningana og ráku okkur af landi
okkar, niður í dalina, niður að ánum.
Já, lierra, og nú liöfðum við engan hlett til að rækta
korn á, né stað, þar sem við gætum veitt hjörninn. Fyrst
— jæja, það vitið þér sjálfur, — liurfu peningar oklcar
í húðirnar. Og svo vorum við, áður en varði, farnir að
vinna í námunni, i djúpum þeirrar jarðar, sem eitt
sinn var okkar eign.
Annar námumaður lauk sögunni: Úr því lifðum við
sem í víti: Allt var í höndum félagsins; húsið, sem við
bjuggum í, verzlunin, sem við keyptum í, náman, sem
tók við börnum okkar, þeim, sem lifðu, kirkjugarður-
inn, þar sem við jörðuðum dáin börn okkar. Fagfé-
lög? Já, við höfðum fagfélög, en þau sviku okkur öll.
A. F. o. L. (amerískt verkamannasamband, endurbóta-
sinnað) sveik okkur. Samband námumanna (endurbóta-
sinnað) sveik okkur. National Miners er liið eina, sem
við treystum nú á, engir, nema kommúnistarnir, geta
hjálpað okkur út úr þessu. Já, lierra, eg er rauður.
í tuttugu og tvö ár hefi eg brotið heilann i iðrum jarð-
arinnar, og var rauður þegar upp kom. Eg er byltingar-
sinni, vegna konu minnar og barna. Heimilisfaðir hefir
ekki rétt til að liorfa á það aðgerðalaus, að börn hans
dragist upp af hungri og þarmar þeirra blæði af fæðu-
skorti. Norður og niður með það líf og þá stjórn, sem
lætur börn verða hungurmorða. Norður og niður með
illmenni og kvalara, vonir og grát. Við verðum að berj-
ast, þar til við höfum unnið aftur réttindi okkar sem
yfirstéttin hefir stolið frá okkur. Við verðum að berj-
ast þar til við liöfum unnið aftur réttindi okkar, sem
mannlegar verur, þau sem yfirstéttin hefir stolið frá
okkur. Við verðum að berjast og skipuleggja baráttu
,107