Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 308
okkar, liér og alstaðar, þar til hver einasta mannleg
vera hefir fengið sómasamleg mannréttindi.
; Og þetta var sannfæring hans, einföld, hispurslaus,
heiðarleg. Engin hóklærð þróunarfræði, aðeins enn einn
maður, sem hafði dregið álylctanir sinar. Ó, landnemi,
lierra námumaður, félagi byltingarsinni — þið eruð
tíkkar saga.
Ekki svo að skilja, að það liafi alltaf verið orðað
nákvæmlega á þennan hátt, — við heyrðum bæði betra
og lakara —, en þetta var liugarfar tímans, staðarins,
nært við þrotlaust ofheldi, misþyrmingar.
Dreiser var okkar duglegastur að yfirlieyra, og lét
það betur en við liöfðum búizt við. Stöku sinnum var
hann hranalegur og uppstökkur, en yfirleitt var hann
dásamlega þolinmóður, samúðarríkur og ljúfur. Innri
maður Dreisers laukst upp fyrir þessum námumönn-
iim, flestir þeirra fundu, að þeir gátu talað við hann.
Þeir fundu hvöt lijá sér til að segja allt af létta, sleppa
allri varúð. Og eg verð að játa, að það var ekki alltaf
Iétt að lilusta á. Einn hafði verið fluttur með valdi að
heiman, annar dreginn burtu af bófum, þriðji fjötrað-
úr við klett, fjórði skotinn, fimmti að dauða kominn
í fangelsiskjallara, þar sem var þriggja feta djúpt vatn,
sjötti dæmdur í ævilangt fangelsi — fyrir hvaða sakir?
Manni varð illt og lá við að sundla. En Dreiser stóð
allt af sér, spurningum hans hélt áfram, við sendum
fleiri vitni inn, — við sáum, að foringi okkar varð þreytt-
or og dasaður, en hann hélt áfram, liinn herzlulegi þótti
hans hélt honum uppi.
Það er ekki ofsagt, að um morguninn ríkti hrifning
i hinum sjálfskipaða rétti okkar, eins og á sveitahá-
tíð. En hún var löngu liorfin. Andlit þjóðvarnarliðsfor-
ingjánna voru skuggaleg og slöpp. Blaðamennirnir hljóð-
ir og vándræðalegir.
Það var komið kvöld, og ískyggilegir náungar tóku
að stréyma inn i réttinn. Nei, — þeir höfðu ekkert að
308