Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 310
„dómaranum“ var ráðlagt að snúa aftur til New York
og rannsaka ástandið þar. Annað blað á þessum slóð-
um veitti síðustu árás Jones „með barnsandlitið“ liöfð-
inglegan stuðning. Jones dómari, sem rétt daginn áð-
ur hafði lofað að vera nefndinni til aðstoðar og full-
vissað okkur um, að hann væri alltaf með réttlætinu,
— liann lýsti þvi nú yfir, að við „verðskulduðum ekki
vernd ríkisins, þar sem við reyndum að grafa undan
því grunninn“, og skoraði á stjórnina að vísa okkur
úr landi.
betta var vel miðað skeyti, og við vorum tilbúnir að
skjóta aftur. Við kölluðum blaðamennina saman og birt-
um opið bréf til ríkisstjórans, þar sem við kröfðumst
þess, að Jones dómari yrði sviptur embætti. Ásakan-
irnar, sem við bárum fram á hendur þessum Herodes
staðarins og byggðar voru á framburði vitna um dag-
inn, voru: 1. Jones dómari dæmdi í málum, er snertu
námuna, þó að fjölskylda hans ætti hlutabréf hennar.
2. Jones dómari liélt nöfnum kviðdómenda leyndum
(ólöglegt). 3. Námumaður hafði aldrei verið kvaddur í
dóm, þegar Jones dómari bafði mál viðkomandi nám-
unni til meðferðar. Ríkisstjórinn svaraði aldrei þess-
ari víðprentuðu yfirlýsingu okkar.
Seint um kvöldið bættist Mel Levy i liópinn og var
með okkur úr því, meðan rannsóknin stóð yfir. Hann
liafði kynnt sér liag leiguliða Alabama.
Yfirheyrslurnar daginn eftir leiddu í ljós sérstaklega
einkennandi staðreyndir um bófa- og lögregluofbeldið.
Eg verð aftur að vísa til bókarinnar, Verkamennirnir
í Harlan tala. Þessi vitnaframburður er ekki annars-
staðar til á prenti. Blöðin tóku liann ekki.
Og nú komum við að einu af liryggilegustu og ein-
kennilegustu atvikunum, sem fyrir okkur komu í Har-
lan.
Blaðamennirnir höfðu 'skrifað hjá sér nokkrar af
hinum hroðalegu lýsingum, er fram komu við yfir-
310