Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 311
heyrslurnar annan daginn. En þeim var ekkert um að
birta þær. Þessvegna biðu þeir og biðu og vonuðu stöð-
ugt, að eitt eða annað kæmi fyrir, að minnsta kosti
einliver smá dægurviðburður: Ef til vill framkvæmdi
ríkisstjórinn uppástungu Jones „með barnsandlitið“ og
vísaði okkur úr landi, ef til vill gerði einbver okkar
eittlivað óvanalegt, sem gæti orðið efni í sögu með
„mannlegu gildi“.
Loksins kom þetta óvanalega atvik. Það vildi þannig
til. Maður að nafni Harndon Evans liafði stöðugt ver-
ið að flækjast þarna fram og aftur við yfirbeyrslurnar.
Hann var ritstjóri Harlan-blaðs. Við Ornitz böfðum tal-
að við liann daginn áður, það var augljóst, að bann
bjó ekki yfir neinu góðu.
Nú gekk Evans þessi fyrir réttinn, sem ótilkvatt vitni.
Hann þekkti dálítið ástandið í Harlan, hvers vegna
spyrðum við liann ekki. Eg fyrir mitt leyti svaraði hon-
um vafningalaust: Við kærðum okkur elckert um hvað
hann vissi, það væri líf námumannanna, sem við vild-
um kynnast. Af allri framkomu þessa manns mátti ráða,
að bann liafði í hyggju að koma inn ósamkvæmni í
heildarmynd vitnisburðanna. En Dreiser var annarar
skoðunar. Hann taldi uppástungu mannsins réttmæta
og sanngjarna.
Mr. Evans gekk þangað, sem vitnunum var ætlað að
standa. Hann byrjaði kurteislega, nefndi nafn sitt, at-
vinnu, árafjöldann, sem hann befði verið í bæjarfélag-
inu. Hann sagði, að okkur væri aðeins sýnd önnur blið
málsins. Alveg rétt, kaup námumannanna var óneitan-
lega lágt — en ef þeir væru ekki ánægðir með kaup
sitt, gætu þeir sagt upp.
Dreiser: Hvert geta þeir farið?
Evans: Hvert sem vera skal.
Dreiser: Ástandið er slæmt í öllum iðnaðargreinum
hvar sem er. Ef námumaður segir upp vinnu, livað
getur bann þá gert?