Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 312
Það vissi Evans ekki. Hann gerði ráð fyrir, að þeir
gætu gert hið sama og allir aðrir.
Fram að þessu var allt bragðlaust, Mr. Dreiser brosti
til Mr. Evans og Mr. Evans brosti til Mr. Dreisers. Hvor
um sig sýndi hróðugur, livað hann var „fair“. Loks
varð hlé á spurningum Dreisers, og Mr. Evans laut á-
fram: Tími hans var kominn.
Evans: Jæja, Mr. Dreiser, þér hafið nú lagt nokkr-
ar spurningar fyrir mig, nú langar mig að leggja nokkr-
ar spurningar fyrir yður.
Dreiser (brosandi, eins og höfuðpersóna á leiksviði).
Gerið þér svo vel.
Evans: Þér eruð rithöfundur?
Dreiser: Já.
Evans: Þér eruð kommúnisti?
Dreiser (fer að gæta að sér, skilur loks, að þessi yfir-
lieyrsla er ekki sem vinsamlegust, svarar þó með sinni
ófeilnu hreinskilni): Eg ætlaði að ganga i kommúnista-
flokkinn, en þeir vildu ekki taka mig.
Það hefir slegið kyrð á alla. Bófarnir aftan til i saln-
um lúta áfram. Blaðamennirnir fleygja til hliðar hin-
um ónothæfu minnisskrifum frá því um daginn. Það
virðist ætla að verða eitthvað úr þessu milli Dreisers
og Evans. í tvo daga liefir Dreiser haft allt í liendi sér.
Nú skulum við sjá, hvort liann stendur sig! Og Evans
er þolinmóður og brosir, — frýjunarmaðurinn á tindi
valds síns.
Evans: Jæja, Mr. Dreiser, þér eruð þá kommún-
isti?“
Dreiser: Við skulum segja, — eg er lilynntur nokkr-
um stefnuskráratriðum kommúnismans.
Evans: Á, þér eruð meðhaldsmaður?
Dreiser: Nú, svo eg segi yður eins og er, eg trúi á
réttlætið.
Og Mr. Dreiser heldur langan, yfirgripsmikinn fyrir-
lestur um „réttlælið“. Að lokum:
312