Rauðir pennar - 07.12.1935, Page 313
Evans: Mr. Dreiser, hvað höfðuð þér miklar tekjur
síðastliðið ár?
Dreiser: 225.000 dollara.
Blaðamennirnir ruku út úr stofunni. Þeir liöfðu höndl-
að viðburð dagsins. Gleymdir eru þessir fjórir, fimm,
sex tugir af fólki, sem fram hjá okkur fór, hver með
sína ægilegu sögu um ofbeldi og þjáningar: gleymt,
þurrkað hurtu, gleymt. Nú suða símaþræðirnir, slöngva
þeirri nýjung út í heiminn, að smáhlaðsritstjóri í Har-
lan hafi knésett ljónið Dreiser. Tvö hundruð tuttugu
og fimm þúsund dollarar!
Verra gat ekki komið fyrir. Mr. Dreiser hafði sett
okkur í gapastokk með sínum „flair play“. Hann liefði
alveg eins getað verið „fair“ við kyrkislöngu. Hann sér
það víst líka, og reynir að bæta fyrir sér. Hann reynir
að „skýra“ fyrir Mr. Evans, Mr. Evans verður þó að
„skilja“. Hann segir Mr. Evans frá hinum löngu árum,
þegar hann barðist i skugganum.
Evans: Það kemur ekki þessu máli við.
Enn skraf fram og aftur. Að endingu:
Evans: Og á þessu ári, þegar þér hafið haft 225.000
dollara tekjur, hvað liafið þér gefið mikið í góðgerða-
skyni?
Dreiser nefnir honum upphæðina. Svo nefnir Evans
þá upphæð, sem hann hefir gefið til fátækrahjálpar.
í hlutfalli við tekjur, hefir Mr. Evans gefið meira.
Evans: Þá má í rauninni segja, að eg sé góðgerða-
samari en þér, Mr. Dreiser. Og þér þykist trúa á rétt-
lætið!
Áður en eg lýk þessum liluta skýrslu minnar, vil eg
taka það fram, að eg hefi skrifað sumt eftir minni. Ef
til vill er sumstaðar ekki hermt nákvæmlega orði til
orðs, en í öllum aðalatriðum er rétt frá skýrt. Þetta
var skuggalegt, ógeðfellt atvik.
Blöðin í nágrenninu voru í sjöunda himni: Þau létu
ekki sitt eftir liggja, að áreita okkur. Hvað gátum við
513-