Vaka - 01.11.1928, Page 5
UTAN ÚR HEIMI.
MAXIM GORKI.
Rússar hafa á þessu ári hyllt Maxim Gorki eins og
þjóðhöfðingja — vottað honum meiri heiður en dæmi
munu til, að þjóð hafi sýnt nokkru skáldi í lifanda lifi.
Þegar hann varð sextugur 27. marz lét rússneska
stjórnin sendiherra sinn í Róm fara til Sorrento, þar
sem Gorki hefir búið síðustu árin, og flytja honum
persónulega heillaóskir sínar. Heima á ættjörðunni var
lians minnzt í öllum slcólum landsins, að fyrirskipun
stjórnarinnar; minningarsamkomur voru haldnar í leik-
húsum; bókasöfnin stofnuðu til sýninga á útgáfum af
verkum hans á ótal tungumálum, handritum hans o.
s. frv. í fjölmörgum borgum voru götur og torg skirð
i höfuð skáldinu; í fæðingarbæ hans var stofnað nýtt
bókasafn og í öðrum bæ nýr verkamannaháskóli, og
bera báðar stofnanir nafn Gorkis.
Hann hafði farið frá Rússlandi fyrir 7 árum, á
verstu hörmungartimum byltingaráranna, þreyltur og
heilsuþrotinn. Hann hefir alla tið verið brjóstveikur
og hafði auk þess um eitt skeið þjáðst af skyrbjúg
vegna ónógrar fæðu. Hann þurfti hvíld og hlýli lofls-
lag. Nú er hann aftur við góða heilsu og i maí i vor
kom hann heim lil Rússlands. Á landamærastöðinni
tók sendinefnd frá stjórninni á móti honum og þús-
undir manna úr nágrenninu höfðu safnazt þar saman
til að fagna skáldinu. Hann var borinn á gullstól úr
pólska járnbrautarvagninum yfir í þann rússneska. Svo
hófst för hans inn í Rússland; á hverri stöð biðu þús-
undir til þess að bjóða hann velkominn heim; ungir
verkamenn fluttu honum ræður í nafni félaga sinna,