Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 6
260
KRISTJÁN ALBERTSON:
[ vaka]
hann faðmaði þá að sér og þakkaði. Á stöðinni í
Moskva biðu hans tugir af fremstu stjórnmálamönn-
um og andans mönnum Rússlands, hundruð af sendi-
nefndum frá skólum, verksmiðjum, stofnunum; fánar
og áletranir með kveðjuorðum gnæfðu i tugatali yfir
þúsundahópnum og fagnaðarópin kváðu við langa-
lengi, þegar Gorki sté út úr vagninum.
Tveim dögum síðar var haidin opinber móttökuhá-
tíð i stærsta leikhúsi borgarinnar. Aftur ganga fram
nefndir frá skólum og verksmiðjum í óendanlegri fvlk-
ingu og færa honuin kveðjuorð og gjafir. Menntamála-
ráðherrann Lunatsjarski flytur höfuðræðuna. Hann
minnir m. a. á, að Lenin hafi elskað Gorki og virt ráð
hans áheyrnar. Einu sinni hafði hann sagt: „Ástandið
er slæmt hjá okkur. Ég vildi að Gorki færi burt í nokk-
ur ár og á meðan gætum við þrifað til hjá okkur. Við
myndum skammast okkar minna fyrir honum á eftir“.
Æfi Gorkis er öllum kunn í höfuðdráttum: Hann er
fæddur af alþýðu, alinn upp í fátækt og fáfræði, fór
snennna að heiinan, flæklist um Rússland á unglings-
árunum með allskonar lýð, vann fyrir sér með allskon-
ar erfiðisvinnu, hungraði oft, en menntaði sig látlaust
af eigin rammleik - fór að skrifa smásögur um tví-
tugt, varð snemma frægur og er nú mesta og heims-
kunnasta skáld Rússa. Þjóð hans hyllir hann nú sem
höfðingja, vegna þess að hann hefir ekki einungis allra
skálda bezt lýst þeirri kynslóð, því mannefni sem ný-
sköpuðir Riísslands hafa mil'i handa, lieldur er hann
jafnframt sjálfur hið glæsilegasta fyrirheit þeirra
inöguleika, sem í þjóðinni búa.
Verk Maxiin Gorkis verða um allan aldur hin auð-
ugasta og sannasta heimild um alþýðu Rússlands á
næstu áratugum fyrir hyltinguna miklu, um hina van-
ræktu, hálf-villtu stórþjóð, sem nú verður reynt að