Vaka - 01.11.1928, Síða 7
[VAKA
UTAN ÚH HEIMI.
261
i'ræða og siða*). Þegar talað er um alþýðu Rússlands,
þá má ekki gleymast, að bændalýður og undirstéttir
bæjanna standa þar á miklu lægra stigi mannþroska
og siða en þær stéttir, sein vér köllum alþýðu á íslandi
og í nálægum löndum. Sú alþýða, sem Gorki lýsir, lifir
niðri í andlegum undirheima-myrkrum. Þangað ná
ekki áhrif þeirrar siðmenningar, sem trú, vísindi,
bókmenntir og listir Evrópu hafa sltapað: Fólk, sem
ekki kann að lesa, enginn hefir frætt, sem b'fað hefir
í algerðri andlegri óhirðu kynslóð eftir kynslóð. Trú
þess er hjátrú á dýrlingamyndir og helga dóma og
guðsótti í bókstaflegri merkingu orðsius, hræðsla við
ógurlegan, almáttugan harðstjóra. Hámark jarðneskr-
ar gieði er að drekka mikið brennivín og berja svo kon-
una sína. ÖIl dagleg sambúð fólksins er erfið og ófögur,
hver Icvelur annan; engin siðfágun hefir mildað tilfinn-
ingarnar, lagt bönd á öfund, tortryggni og reiði, fýsnir
og ástríður; dýrið í manninum leikur lausum hala.
Vart munu hafa verið skráðar hryllilegri sögur úr sam-
búð hvítra manna á vorum dögum en sumt í endur-
minningum Gorkis (sem er eitt mesta verk hans, í 4
bindum). Víða er eins og manni finnist hann bíta á
jaxlinn, meðan hann skrifar, og harka af sér sársauk-
ann, sem minningarnar valda. Hann vill segja allan
sannleikann um lífið i Rússlandi, þó að honum blæði
í augun, meðan hann skrifar þannig lýsir hann því,
þegar stjúpi hans sparkar í brjóst móður hans. sem
liggur á knjám á gólfinu, og hann sjálfur, drengur inn-
an fermingaraldurs, ætlar að stinga stjúpa sinn með
hníf í bakið, en móðir hans fær afstýrt því. Mörgu
segir hann frá enn dýrslegra, enn skuggalegra úr undir-
heimalífi rússneslcrar alþýðu.
*) Hvað sem líður stjórn Bolsjevika að öðru leyti, þá ber að
virða áhuga þeirra á menntun alþýðu, það menningarstarf sem
þeir 'hafa hafið og staðreyndir sanna, að er meira en loforð ein
og skýjahorgir.