Vaka - 01.11.1928, Page 12
KRISTJÁN ALBERTSON:
I.VAKA]
2(>6
Bækurnar sungu fyrir mig eins og yndislegir æfin-
týrafuglar, töluðu til mín eins og til fanga í varðhaldi,
sungu um, hve lífið er fjölbreylt og auðugt, hve menn-
irnir eru sterkir og djarfir í leit sinni að hinu góða og
fagra. Og því fleira sem ég las, því sterkar fann ég
nauðsyn þess að læra, vita, taka eftir, því styrkari og
heilbrigðari varð sál. mín. Ég varð rólegri á skapsmun-
um, fékk meira sjálfstraust, vann af meira viti en áður,
hirti minna um, þótt á mér væri níðst.
Hver bók var eins og lítið þrep, þegar ég var kominn
yfir það, var ég nær því að skilja manninn en áður,
hugmyndin um betra líf skýrari, þorstinn eftir því
meiri. Ég var gagntekinn af því, sem ég hafði lesið,
mér fannst ég vera eins og ilát, fleytifullt af lifsins
vatni, ég fór að segja samverkamönnum frá ýmsu, sein
ég hafði lesið, og gerði allt sem áhrifamest.
Þeim var skemmt. „En sú fígúra!“ sögðu þeir.
„Sannkallaður leikara-skratti! Þú ættir eiginlega að
sýna listir þínar i einhverjum fjalaketti!“
Stundum urðu þeir hrifnir, þeim vöknaði um
augu ....
Bækurnar sögðu mér frá öðru og sannara lífi en
mínu, þær vængjuðu skilning og tilfinning, þærhjálpuðu
mér til þess að lyfta mér upp úr hinu fúla kviksyndi,
þar sem ég hefði drukknað í fáfræði og ruddaskap, ef
þeirra hefði ekki notið við. Um leið og þær vikkuðu
sjónhring minn dag frá degi, fræddu þær mig um, hve
mikill og fagur maðurinn er í baráttu sinni fyrir betra
lífi, hve mildu hann hefir afrekað á jörðunni og hve
ótrúlegar þjáningar það hefir kostað hann.
Og ég fann meiri og meiri þörf til þess að taka til-
lit til mannanna, til hvers einstaks, hver svo sem hann
var, lil að virða vinnu hans, hina órólegu sál hans.
Mér fannst ineð hverjum degi auðveldara og indælla
að lifa — ég skildi, að lífið hafði tilgang og gildi.
Og eftir 30 ára starf, sem ég vona að enginn sann-