Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 14
268
KIÍIST.IÁN ALIIEKTSÓN:
vakaJ
Hann er í'urðulegaslur og glaisilegastur allra núlif-
andi Rússa, aljjýðu allra landa eilíf hvöl lil ljaráttu
fyrir mannþroska, eilíft fordæmi bornum og óbornum,
sem fæðast af lágum stigum, alast upp við erfið kjör
og búa yfir löngun og kröftum til andlegrar stór-
mennsku.
Ég kynntist Maxim Gorki í Þýzkalandi sumarið
1923 og átti þá nokkrum sinnum tal við hann.
Hann er hávaxinn, herðabreiður, magur, andlitsfallið
sterklegt, drættirnir stórskornir og ófríðir, svipurinn
ógleymanlega sálríkur og mildlúðlegur. Fegurst í and-
litinu eru augun, stór, stálgrá, — óvenjulega stór að
inér fannst. Þau gátu orðið hörkuleg og stórlát; hið
fasta augnaráð bar vott um volduga gáfu lil að stefna
athygli og hugsun með albeilni að einu marki, einu
viðfangsefni. En stundum var eins og litur augnanna
bráðnaði í björtu skini, sem kom innan að, þau horfðu
í kringum sig með karlmannlegu og næstum feimnis-
legu blíðlyndi. Svipbrigðin lýstu ungum, óþreyttum
hug', næmlyndi skáldsins, innilegri og ljúfri andlegri
gleði, strangri og heitri alvöru, — og mögnuðum vilja.
Viljinn ríkti öllu öðru skýrar í svipnum, þegar andlitið
var rólegt, og brauzt öðru hverju fram > snöggu hasti,
hvessti alla drætti, harður og ástríðumagnaður. Þetta
snarpa viðbragð í viljalífinu kom í þögninni, eða fylgdi
sterku orði, það minnti á áhlaup, eitthvað sem
hrekur undan sér livað sem fyrir er og veit sér að
baki óþrotlegt afl og úthald. Ríkir náttúrukraftar voru
í þessu andliti, fínir, hlýir kraftar, grófir, harðvítugir
kraftar. Aldrei hefi ég staðið auglili til augliiis við
inann jafn máttugan í eðli.
Hann talar ekkert mál nema rússnesku. Sonur hans
túlkaði viðræður okkar. Gorki talar lágt og með hæg-
um mildum hreim, þegar hann lætur í Ijós aðdáun.
dvelur með unaði við minninguna um fagra bók, eða