Vaka - 01.11.1928, Page 15
VAKA
UTAX ÚR HEIMI.
269
mann, sem hann elskar. En hann hefir það til að segja
skoðun sína í fáúm orðum og snöggum, næstum með
skipandi rödd. í þessum hætti hans fannst mér eirna
eflir af vana frá æskuárunum, þegar hann að stað-
aldri þurfti að beita scr gegn gallagripum og misyndis-
mönnum. Hann hefir þá tamið sér að koma sínu fram
við veikari vilja umsvifalaust, með valdboði hins sterk-
ara. Annars er öll framlcoma hans tiginmannleg, lát-
laus, hlýleg og stillileg, hreyfingarnar fáar, eitthvað
fast og þungt í stellingunum, þegar hann situr að við-
ræðum.
Hann vann um þetta leyti kvölds og morgna, en
hvildist um miðjan daginn, geklv eða tók á móti lieim-
sóknum. Hann var búinn að ná sér eftir hungrið í
Rússlandi, vann aftur með fullum kröftum eftir lang-
varandi vanmátt og heilsuleysi. „Mér veitist eklci leng-
ur eins auðvelt að skrifa eins og á yngri árum“, sagði
hann, ,,en aldrei hefi ég unnið með ineiri gleði en nú.
Hvað svo sem að steðjar, byltingar, jarðskjálftar,
hörmungar, ég læt ekkert trufla mig framar, héðan
af snerti ég ekki á öðru en ritstörfnm, ég vi! skrifa
látlaust, unz kraftana þrýtur".
Af því, sem hann sagði mér um vinnubrögð sín, er
mér minnisstæðust frásögn hans um, hvernig smásögur
hans yrðu til. Hann sagði, að fæstar þeirra væru þannig
til orðnar, að sér hefði fyrst dottið í hug söguþráður,
viðburðarás. Persónurnar yrðu fyrst til i skapgerð og
ástæðum ólílcra manna, sem hann langaði til að stefna
saman. Svo kæmu spurningarnar: Hvernig og hvar
ber fundum þeirrá saman og hvað gerist, hvað
hlýtur að gerast, þegar þessar andstæður mætast?
Þannig yrði til söguþráður .... Mér þvkir líklegt að
fleslum öðrum smásöguskáldum detti fyrst i hug höfuð-
atburðir, að skapgerð sögumanna sé í byrjun óljósari
i ímyndun skáldsins en rás viðburðanna.
Gorki kvaðst ekki vita, af hverjum rússneskum höf-