Vaka - 01.11.1928, Síða 16
270 K. A.: UTAN ÚR HEIMI. [vaka]
undum hann hefði mest lært, en af útlendum skáldum
ætti hann mest að þakka Flaubert, Balzac og Dickens.
Af núlifandi skáldum minntist hann Hamsuns með
mestri hlýju, en gerði lítið úr d’Annunzio. Honum var
kunnugt um fornbólcmenntir íslands og hafði heyrt
talað um Fjalla-Eyvind Jóhanns Sigurjónssonar, ætlað
að lesa hann, en hætt við, þegar honum var sagt, að
rússneska þýðingin væri slæm. Seinna hefir hann lesið
Ragnar Finnsson Guðmundar Kambans og er sannfrétt,
að honum fannst mikið til um verkið. G,orki spurði
mig margs um líf og menningu á íslandi og lét mig
gefa sér lista yfir þau íslenzk rit, sem helzt bæri að
þýða á rússnesku. Hann hefir átt frumkvæðið að þvi,
að rússneska ríkið lætur nú gefa út í þýðingu merk-
ustu bókmenntir allra menningarþjóða, í ódýrum út-
gáfum, sem ætlaðar eru almenningi. Af því, sem ég
sagði honum um ísland, þótti honum furðulegast að
heyra um bókhneigð íslenzkrar alþýðu. Ég sagði hon-
um, að með svo fámennri þjóð gætu bækur þvi aðeins
komið út, að öll alþýða manna væri sólgin í að lesa,
að bændurnir ættu bókasöfn; ég fullyrti að engin þjóð
væri nær því marlci, sem nú er keppt að í Rússlandi:
hlutdeild alls almennings í verðmætum þeirra bók-
mennta, sem úl koma í landinu. Þegar ég sagði hon-
um frá því, að í hinum lágu, fátæku bóndabæjum vors
norðlæga harðbalalands væri það siður á vetrum að
lesa hátt á kvöldvökunni meðan fólkið sæti við vinnu
sína, — þá brosti hann, sat lengi þögull og horfði fram
undan sér, eins og hann sæi fyrir sér mynd. Ef til vill
horfði hann inn á heimili rússneska bóndans, cins og
hann dreymir um, að það verði í framtíðinni.
K. A.