Vaka - 01.11.1928, Page 17
KYRRSTAÐA OG ÞROUN 1 FORNUM
MANNLÝSINGUM.
i.
„Allt streymir“.
Ár og dagar, fljót og fossar, allt, sem vér vitum af,
er á fleygiferð. Vér förum á skammri stund úr einu
landshorni í annað, i bifreiðum, á gufuskipum, járn-
brautum, flugvélum. En ,,landshornin“ eru heldur
ekki föst, jörðin sjálf veður áfram í rúminu umhverfis
sól, sem lika er á rás. Iíyrrð sljarnanna á himninum er
ekki annað en sjónhverfing.
Ekkert er fast né stöðugt, hvorki á himni né jörðu.
„Föst“ efni, hlutir, er vér rekumst á, grjót, er vér
hrösum um, hamar, sem molað getur hvert bein í
mannslíkama — ekkert af þcssu er fast né þétt í gegn.
Likur eru til, að þetta séu heimar undursamlegri en
Shakespeare gæti dreymt um, þar sem óteljandi sól-
kerfi smáagna iða áfram um óraveg rúmsins.
Lækurinn er ekki samur í dag og gær. Það er annað
vatn, sem rennur þar nú. Tjörnin er önnur, eins og
skýin eru önnur. Og allt, sem lífi er gætt, er sífellt að
breytast, ganga úr sér og endurnýjast, verða til, þrosk-
ast, hrörna, deyja. „Blómin visna, grasið fölnar þegar
drottinn andar á það“.
Ekkert er stöðugt. Líkarni mannsins er farvegur eld-
rauðrar ár, sem kallast blóð og sifellt ber með sér eld
út um allan likamann. Stöðugt er skift um el'ni það
er sögn, að ein sjö ár þurfi líkaminn til að verða til
fulls allur annar.
Þegar allt kemst á fleygiferð umhverfis manninn,
éinnig það, sem í fljótu bragði inætti virðist kyrrt, geta