Vaka - 01.11.1928, Síða 18
27 2
EINAR ÓL. SVEINSSON :
[vaka]
mennirnir ekki lengur staðið kyrrir hjá. Huggunin,
sem í því er, að maðurinn sé þó samur og jafn hið
innra, reynist fánýt. í manninum eins og utan við
hann er straumur, öfl, sem togast á og berjast, sem eru
sátt og samferða eina stundina, en aðra stundina and-
stæð. Tilfinningarnar berjast móti skynseminni, og vilj-
inn kúgar tilfinningarnar, till'inningarnar herjast hvei'
við aðra, og neðan úr djúpunum berast raddir, sem
skelfa uppheimshúana; hver veit hvenær sú stund
kemur, að hvatirnar brjótast úr ánauðinni og hugarór-
arnir reka allt vit á brott.
En mannssálin er ekki lokað land, eins og Kína var
forðum. Allar hreyfingar i henni draga dám af um-
hverfinu. Umhverfi æskuáranna mótar óafmáanlega
og umhverfi síðari ára valda stöðugurn breytingum,
æsa, lokka, magna, þagga niður, kúga — eftir ástæðum.
Vekja ást og hatur, sorg og gleði.
Þannig er þá sálarlífið fremur straumur en stöðu-
vatn, verðandi heldur en verandi.
Þó er þetta allt ekki ringulreið. Breytingarnar eru
lögum bundnar. Ekkert gerist án þess næg orsök sé til,
að svo inegi verða. Stefna hreyfingarinnar fer eftir öfl-
um þeim, sem togast á. Þróunin er breyting, sem lögum
er háð.
Eitthvað á þessa leið er hugmynd margra nútíðar-
manna um breytingu á skapferlinu, þróun sálarlífsins.
Hér er með vilja farið fljótt yfir sögu og ekki farið út
í neina sálfræðilega smámuni. Er nóg ef tekizt hefir
að vekja upp hjá lesandanum sæmilega vel hugmynd-
ina um hreyfing og þróun og þá stillingu hugans, sem
bezt á við það 'efni, er á eftir fer. Þvi að segja frá hvað
hreyfing eða þróun sé, stoðar ekkert.
Það er þó ekki af fúsum vilja. að maðurinn setur
allt á fleygiferð, því að kyrrðin, kyrrstaðan, er sú
hugsun, er lætur honum bezt. En vér sjáum breyting-
una fyrir augum vorum, þreifum á henni, finnuin af