Vaka - 01.11.1928, Síða 19
[VAKA
KYRKSTAÐA OC, ÞRÓUN.
273
hyggjHYÍti voru, að hún sé þar, sem vér skynjum hana
ekki — að hún er alstaðar á þeim slóðum tilverunnar,
sem vér getum seilzt til með skynjunum vorum og
hugsun. En reynslan knýr oss til að tnia, að hreyfing-
in sé til, og breyta svo sem hún sje til. Því að skynsemi
Aror fær íneð engu móti skilið hana. Svo öflug er kyrr-
staðan í vitund vorri. Vér hlaupum á punktum, er vér
reynum að hugsa oss hana, athugum fjarlægð punkt-
anna og afstöðu, setjum þetta í samband við tímann,
en hreyfingin sjálf sleppur úr greipum vorum*).
Hreyfing og kyrrstaða koma alstaðar við sögu, þar
sem menn hafa reynt að skapa sér heimsmynd. Eins
og þegar cr getið, her hvað mest á hreyfingunni í
heimsskoðun síðari alda manna, sem tilheyrt hafa
vestrænni siðmenningu. Aftur virðist meðal Griklcja
hafa verið röinm tilhneiging til að losna við hreyfing-
una og sjá bak við allan breytileik kyrrð, jafnvægi og
samræmi í heimi, sem er varanlegur og ætíð sjálfum
sér líkur. Má þar frekar öllu minna á Eleatana, er svo
öndverðir risu gegn kenningu Heraklíts og annara
hinna fornari spekinga, er alstaðar sáu verðandi, kyrrð-
arvana iðustraum. En þeir sjálfir töldu hreyfinguna
ekki annað en sjónhverfing. Platón, sem er einhver
mesti andans höfðingi í grískri siðmenningu, er kunn-
ur fyrir tvíhyggju sína, en sú tvíhyggja var ekki milli
anda og efnis — efni í vorum skilningi þekkir hann
ekki né heldur milli guðs og djöfulsins, heldur milli
þess, sem er samræmt og ævarandi, og hins, sem er
breytilegt og ósamræmt.
Hreyfingin hefur aftur á móti náð vaxandi tökum á
þjóðum Vesturlanda**). Kunnugt er það öllum, er
Kóperníkus leysti jörðuna úr fjötrum og hleypti henni
á rás, og síðan hefir eitt rekið annað allt til vorra daga.
•) Sbr. Bergson: L’évolution créatrice.
**) Sbr.: Bergson: op. cit., Spengler: l’ntergang dcs Abend-
landes, passim.
18