Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 20
274
EINAR ól.. SVEINSSON:
vaka]
í bókmenntasögunni þykja það stórtíðindi, er Perrault
barðist fyrir þeirri skoðun til sigurs (um 1700), að
skáldskapnum hefði farið fram frá því á dögum
Forn-Grikkja, og samtíðarmenn hans ýmsir væru á-
gætari en Hómer eða Evripídes. Framfarir var ein
máttarstoðin í trú 18. aldarinnar, og fluttist sú skoðun
út um alla Evrópu og varð eign allra upplýstra manna.
A 19. öld sá Darwin í öllu lífi sainfellda þróun, og lét
hann í ljós þá kenningu, sem síðan er við hann kennd.
Nú er svo komið, að framþróun er eitt þeirra orða, sem
raest eru notuð, og er það frekast öllu haft um allt
lífið, sem varla er annað en straumur eða fljót. En lifs-
formin eru farvegur þess. Þróun er bæði likamleg og
andleg, bæði um einstaklinga og flokka. Alstaðar
sjá menn nú framþróun. Þetta orð er ekki einungis
slagorð aldar vorrar, heldur Jíka lífsins orð hennar.
Kenning, sem menn hafa tengt við vonir sínar, hylki,
sem menn hafa fyllt með brennandi óskum sínum og
þrám. Hughreysting i myrkviði tilverunnar, fullum af
leyndardómum.
Á slíkri rannsóknanna öld sein vorri mætti það virð-
ast eðlileg spurning: Hvað langt er hægt að rekja þessa
skoðun, sem nú er hvers manns eign, aftur í tímann?
Og þegar þaulhugsaðar skoðanir þrjóta: hvað er hægt
að rekja langt aftur það horf við lífinu, þá endurspegl-
un atburðanna í mönnunum, sem er grundvöllur þess-
arar heimspekiskenningar? Ég geng að því visu, að það
sé elcki tilviljun, að Vesturlandabúar tóku svo miklu
ástfóstri við verðandina og skildu hana á sinn sérstaka
hátt: Það er nauðsyn, sem runnin er frá djúpi kyn-
stofnsins. Ætti þá þetta sérstaka viðhorf að birtast i
ýmsum myndum, og vera ýmist vísvitandi eða óvitandi.
Það er ætlun þessarar ritsmíðar að lýsa, hversu
þessum efnum er farið í fornritum vorum, einkum
sögunum. F]ru athuganir þær, er meslu máli skifta,
gerðar fyrir allmörgum árum. Siðar komst ég að raun