Vaka - 01.11.1928, Síða 22

Vaka - 01.11.1928, Síða 22
276 EINAIl ÓL. SVEINSSON: [vaka] var hann, harðgörr í öllu, fémildr og stiiltr vel, vin- fastr ok vinavandr, hann var vel auðigr at fé. Bróðir hans hét Kolskeggr, hann var inikill maðr og sterkr, drengr góðr ok öruggr i öllu Hér skal ekki rætt um ágæti lýsingarinnar, seni víð- kunnugt er. Þó skal þess getið, að þeiin er þetta ritar virðist lýsingin ekki gefa jafn-persónulega mynd af manninum og efni standa til; nákvæmnin afmarkar ekki nóg og því síður, að í lýsingunni sé nokkur þeirra töfraorða, sem fái blásið lesandanmn í brjóst lifandi einstaklingsmynd. Lýsingin er því helzti mikil gljá- mynd. Máli skiftir í þessu sambandi fyrst og fremst sjálft formið. Persónum er í fyrsta skifti, sem þær koma fram, lýst, bæði útlili og eiginleikum. Er þessu að líkja við skilgreining stærðfræðingsins; það er i eitt skifti fyrir öll sagt hvað manni Gunnar frá Hlíðarenda er, þannig og ekki öðruvísi er hann, og heldur áfram að vera alla söguna, rétl eins og þrihyrningurinn held- ur áfram að vera eins — að minnsta kosti út alla kennslubókina, ef ekki um aldir alda. Og alveg eins og Gunnar er manna kurteisastur, harðgjör í öllu, fémild- ur og stilltur vel — svo er Kolskeggur drengur góður og öruggur í öllu nú og alstaðar í sögunni. Þetta listar- form sjálft opinberar trú á, að menn séu sifellt samir við sig. Sama verður uppi á teningnuin, sé sögunni fylgt lengra frain : Gunnar breytist ekkert. Eins og líkamleg atgervi hans er söm, svo er um skapsmunina. Manna kurteisastur, glæsimenni, góðmenni, svo vill sagan það vera láta. Með tilfinningasemi, viðkvæmni, sem líkari er nútiðinni en tið Ólafs Tryggvasonar, þykir honum sárt að vega menn. „Hvat ek veit“, segir Gunn- ar, „hvárt ek mun því óvaskari maðr en aðrir menn, sem mér þyklcir meira fyrir enn öðrum mönnum at vega menn“. Og eins og veiklundaður listamaður verð-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Vaka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaka
https://timarit.is/publication/363

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.