Vaka - 01.11.1928, Side 22
276
EINAIl ÓL. SVEINSSON:
[vaka]
var hann, harðgörr í öllu, fémildr og stiiltr vel, vin-
fastr ok vinavandr, hann var vel auðigr at fé. Bróðir
hans hét Kolskeggr, hann var inikill maðr og sterkr,
drengr góðr ok öruggr i öllu
Hér skal ekki rætt um ágæti lýsingarinnar, seni víð-
kunnugt er. Þó skal þess getið, að þeiin er þetta ritar
virðist lýsingin ekki gefa jafn-persónulega mynd af
manninum og efni standa til; nákvæmnin afmarkar
ekki nóg og því síður, að í lýsingunni sé nokkur þeirra
töfraorða, sem fái blásið lesandanmn í brjóst lifandi
einstaklingsmynd. Lýsingin er því helzti mikil gljá-
mynd.
Máli skiftir í þessu sambandi fyrst og fremst sjálft
formið. Persónum er í fyrsta skifti, sem þær koma
fram, lýst, bæði útlili og eiginleikum. Er þessu að
líkja við skilgreining stærðfræðingsins; það er i eitt
skifti fyrir öll sagt hvað manni Gunnar frá Hlíðarenda
er, þannig og ekki öðruvísi er hann, og heldur áfram
að vera alla söguna, rétl eins og þrihyrningurinn held-
ur áfram að vera eins — að minnsta kosti út alla
kennslubókina, ef ekki um aldir alda. Og alveg eins og
Gunnar er manna kurteisastur, harðgjör í öllu, fémild-
ur og stilltur vel — svo er Kolskeggur drengur góður
og öruggur í öllu nú og alstaðar í sögunni. Þetta listar-
form sjálft opinberar trú á, að menn séu sifellt samir
við sig.
Sama verður uppi á teningnuin, sé sögunni fylgt
lengra frain : Gunnar breytist ekkert. Eins og líkamleg
atgervi hans er söm, svo er um skapsmunina. Manna
kurteisastur, glæsimenni, góðmenni, svo vill sagan
það vera láta. Með tilfinningasemi, viðkvæmni, sem
líkari er nútiðinni en tið Ólafs Tryggvasonar, þykir
honum sárt að vega menn. „Hvat ek veit“, segir Gunn-
ar, „hvárt ek mun því óvaskari maðr en aðrir menn,
sem mér þyklcir meira fyrir enn öðrum mönnum at
vega menn“. Og eins og veiklundaður listamaður verð-