Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 25
I\AKA
KYRRSTAÐA OC’, ÞRÓUN.
279
sem getur hafa stutt þessa skoöun, þegar hún var einu
sinni komin fram. Svo er líka um þá skoðun á skap-
ferli inanna, sem drottnar i sögunum. ÞaÖ má benda á
nolckra hluti, sem gátu stutt hana.
Er fyrst aö nefna, að það er einfaldast og auðveld-
ast, liggur beinasl við, að hugsa sér, að menn haldi á-
fram að vera á morgun, það sem þeir eru í dag; að
þeir bregðist ævinlega á sama hátt við söinu atvikum
— yíirleitt að leggja áherzlu á líkinguna, leita að sönni
eiginleikuin i öllum verkum þeirra. Breytingin er öllu
fremur það, sem menn reka sig á óvörum, en að bii-
izt sé við henni.
Næsta atriði er áhrif munnlegrar frásagnar. Ætla iná,
að allur sá langi tími, sem sögurnar gengu i munn-
niælum, hafi smám saman sléttað og lagað þær og gert
þær einfaldari en atburðirnir voru i raun og veru.
Smámunir hafa niður fallið úr öllum þessum aragrúa
smáatvika, sem lífið er samsett af, og öll eru bundin i
órjúfandi heild orsakasambands, þar sem eitt má jafn-
illa, eða jafn vel, missa sig sem allt. Nú er listaverkið
auðvitað alltaf úrval úr lífinu, þar sem ýkt er mátu-
lega og fellt hæfilega niður, það gert samræmt, sem
ósamræmt er í raun og veru, og orsakaröðin gerð ein-
föld og fábreytileg. í stað grúa af hvötum og tilfinn-
ingum, hugsunum og ákvörðunum, þar sem það renn-
ur að sama marki, sem ósamstætt er, en hitt berst, sem
skyll er, þar sem ekki má með vissu greina, hvað
runnið er frá vitundinni og hvað komið er frá undir-
djúpunum — í stað alls þessa hefur listaverkið tíðum
einfallt sálarástand, þar sem öllu er vel skipað og þar
sem tilefni og afleiðingar eru rökrétt og auðskilin.
Þetta, sem nú hefir verið talið einkenni listaverka, svo
sem eru sögur, er, að ætla má, því gleggra, sem þjóðin,
sem skapar það, er hneigðari til greindar en ljóðrænu,
til rólegrar athugunar en listrænnar ástriðu, skarprar
skvnjunar, en skyggns ímyndunarafls. En öll einfeldni