Vaka - 01.11.1928, Page 28
KINAH ÓL. SVEINSSON:
[vaka]
^82
fram til sigurs við þessa óvini sina. Nokkuð af and-
styggð veruleikans er tekið með inn í ævintýrið, svo að
sigur óskarinnar geti orðið því glæsilegri. Kolbíturinn í
ævintýrinu hefur púpuhaminn frá veruleikanum, — sá
hamur springur í fyllingu timans, og út t'lýgur fiðrildið.
Kolbíturinn liggur í æsku í eldaskála, situr við eld-
inn, liggur í öskunni fyrir fótum manna. Hann hirðir
ekki um neitt nema að éta og liggur annars í dvala.
Orðið kolbítur segir til þess, að hann bítur kol í ösku-
stó. Uin einn er sagt, að hann beit hris og börk af
trjáin. Því, sem gerist umhverfis hann, sinnir hann
ekki og fer að öllu eins og afglapi. En í öllu iðjuleysi
sinu verður hann sterkur og stór. Svo er að sjá, sem
það hafi einmitt verið sökum þessa dvala og iðjuleysis,
að hann varð það. Hann á víst að hafa safnað kröft-
um. Eitthvað svipað er um andlegt atgervi. Sál hans er
óskapnaður, en þar safnast saman frjósamir kraftar og
allt bíður eftir sköpuninni. Loks ber óvænt atvik að
höndum: honum er frýjað alls inanndóms, eða hann
lætur að bæn móður sinnar, eða enn annað ber við, og
byltingin kemur. Öllu sleninu er hrundið hrott, mað-
urinn vaknar af dýrslegum dvala, nýr maður, öllum
öðrum ágætari. Eitthvað á þessa leið er þessi sálar-
fræði. Hún er forneskjuleg - eða er hún öllu heldur ný?
Þó að lýsing' kolbítsins sé oftast eitthvað á þessa leið,
er það auðvitað, að fornsögurnar eru hvergi nærri ein-
skorðaðar við þetta, heldur eru til allskonar stig milli
eldafíflsins og vanalegra manna, sem voru „snemma
miklir og sterkir og lögðu stund á iþróltir", o. s. frv.
Ýmis nöfn eru höfð á kolbitum og ýmislega er frá
þeim sagt, og oft verður lítið eftir af ruddaskapnum,
sem ýkjusagan vill vera láta á þessum stað. En hvern-
ig sem þessu er farið, er hér alltaf um sama fyrirbrigðið
að ræða.
Frásagnir af kolbitum og aðrar þvílíkar sögur eru