Vaka - 01.11.1928, Síða 29
[VAKA '
KYKRSTAÐA OG ÞRÓUN.
283
firna algengar í fornsögunum’*). Fyrsi og frexnst ber
inikið á þeim í hinum síðari sögum 13. aldar og þar
eftir, þegar slakað hafði á kröfunum til sagnanna,
skemmtunin hafði borið hærra hlut yfir vísindunum
og ýkjan og hugmyndaflugið var ekki lengur talið
standa fyiár bókhæfi fornaldarsagnanna. f Ketils sögu
hængs, Ans sögu bogsveigis, Krókarefs sögu, Svarf-
dælu —■ í þessum og inörgum fleirum á kolbíturinn
heima. En hann kemur í einni eða annari mynd líka
fram í mörgum hinum fornari sögum. Kolbitur er i
för með Skallagrími, er hann veitir Hai'aldi konungi
hárfagra heimsókn, og Landnáma**) segir frá Oddi
Arngeirssyni, sem er eldsætur i æsku og kallaður
kolbítur. Hann hefndi föður síns, er hvítabjörn hafði
drepið í fjúki; kallaðist hann hefna föður síns, er hann
drap björninn, en bróður, er hann át hann. Viga-Glúmur
hefur á unga aldri vott af svip kolbítsins; sama er að
segja utn Hreiðar heimslca (í Morkinskinnu), er þáttur-
inn af honum á hýsna fornlegu máli***), en hinsvegar
fjölyrtur og nákvæmur i frásögn og því ólíkur þeirri
mynd, sem sumir menn gera sér af hinum „klassisku“
12. aldar sögum.
Víða er þessu efni breytt ýmislega. Sumstaðar er
ekki nema vottur eftir af kolbitnum, t. d. seinþroski,
hjárænuskapur i æsku og því um líkt. Meðferð á efn-
inu er oft hin ágætasta, einkum þar sem um inillistig
er að ræða: þar sem mesti ruddaskapurinn er brott
numinn og kolbíturinn er ekki mjög frábrugðinn
vanalegu fólki. Rer oft á því þar, að í rauninni sé hann
ekki svo mikill afglapi sem liann lætur, heldur „slær
hann á sig kynjalátum", eins og sagt er urn Hreiðar
heiinska. Hvar afglapalxátturinn endar, en látalætin
*) Sjá t. d. npptalningu F. Jónssonar í Egilssögu-iUgófunni
hýzku [A. S. B.). Kap. 25, 2.
**) Útg. F. Jónssonar, 1925, hls. 128 neðanmáls.
***) T. d. -a oft haft að neitun.