Vaka - 01.11.1928, Side 33
I vaka]
KYRllSTAÐA OG 1>RÖUN.
U87
svo vel til, að hér eru margar heimiidir. Er ekki efi á,
að Ólai'ur konungur hefur á yngri árum farið alveg að
víkingasið. En síðar var hann hin mesta stoð kristn-
innar —- það var hann, sejn til hlítar braut Norðmenn
til kristni — og varð heilagur í dauða sínum. Hvað vai-
þá til bragðs að taka fyrir presta og aðra, er var mjög
umhugað um að halda dýrð hans á lofti? Nútíðin
hefði ef til vill látið hann þróast. Játað, að hann
hafi verið hermaður og ræningi á unga aldri — mundi
þá vera hagað svo orðum, að þetta spillti ekki allri
samúð þess, er heyrði — en siðan hefði hann verið
látinn iðrast duglega og bæta ráð sitt, allt saman in
mnjorem gloriam Dei. Þetta var að minnsta kosti önn-
ur leiðin. En hún var ekki valin, heldur hin, að láta
hann vera helgan frá barnæsku og gera kraftaverk.
Þetta kemur fram í Helgisögunni svonefndu*). Það er
kyrrstöðuskoðunin, sem gelið var um hér að framan,
er hér kemur fram. Afleiðingin verður, að frásagan er
sjálfri sér sundurþykk, og Ólafur konungur stendur
þar eins og maður i fötum, gerðum af mislitum bótum.
Aftur skapar Snorri af þessu lifandi mannlýsingu.
Framan af ævinni trúir Snorri honum ekki til krafta-
verka. Samkvæmt Helgisögunni * *) var Ólafur eitt sinn
króaður í Leginum í Svíþjóð og kom lið Svianna öllu-
megin að. Stýrði Ólafur þá á Agnafit og sprakk hún
fyrir bæn hans og komst hann svo á haf út. Þessu trú-
ir Snorri ekki, hann lætur Ólaf grafa gegnum fitina.
Ólafur konungur vex og verður heilagur hjá honum.
Að vísu má benda á, að útlegðin i Garðaríki er tíma-
mót í ævi hans; en það er þó ekki annað en smiðshögg-
ið á hægfara breytingu, sein hefur verið að gerast all-
an tímann. Sannast þar það sem mælt er:
Gottes Múhlen mahlen langsam,
mahlen aber trefflich fein.
*) ed. O. A. .lohnsen, Kria 1922.
**) K. Ifi.