Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 42
296 lilNAR ÓL. SV.: KYRRSTAÐA OG ÞRÓUN. yaka]
æpandi nam,
fell ek aptr þaðan.
Þá er í'rá því sagt, að hann nemur fimbtdljóð af Böl-
þorns syni og fær vald á skáldamiðinum.
Þá nam ek frævask
ok fróður vera,
ok vaxa ok vel hafask;
orð mér af orði
orðs leitaði,
verk mér af verki
verks leitaði.
í þessu virðist fólgin hugmyndin uin þróunina, það
er lýsing sjálfrar hreyfingarinnar, vaxtar sálarinnar.
Þannig virðist Jiróunarhugmyndin í heiðni og
enda í sögunum líka ekki vera Jiaulhugsuð speki,
heldur svo sem ósjálfráð hreyfing, runnin úr djúpi
kynsins, eðlishvatarkennd og óvitandi, en þó svo sem
spásaga Jiess, sem koma átti. En Jiað eru aðrar suð-
lægari Jjjóðir en vér, sem börðust til fullvissu um trúna
á þróunina.
í ofanskráðum hugleiðingum er ekki lagður dómur
á skoðanir Jiær, sem talað er um, hvorki fornaldar né
nútíðar. Er ekki um ]>að rætt, hvorl J)ær séu réttar eða
rangar. Sá er J)etta ritar, játar vanþekkingu sína á
sannleikanum, hinum hinztu rökum, og hallast mjög
að fáfræði Sókratesar. Mennirnir horfa á Ijósið gegn
um þrístrending skynjana sinna og skilnings, og sá,
sem lendir i grænku litrófsins, segir, að Ijósið sé grænl;
hinn, sem lendir i blámanum, segir það blátt. Sá, er
vill sameina báða liti, ber hvorugan úr býtum, heldur
millilit. En bak við þrístrendinginn er ljósið, sem bæði
er grænt og ekki grænt, hæði blátt og ekki blátt.
Einar Ól. Sveinsson.