Vaka - 01.11.1928, Page 50
VAI.TÝR ALBERTSSON:
[VAKAJ
AOl
ið er áfrain og athugað, hvernig næsti liður litur út,
er heppilegast að láta sníglana frjóvga sig sjálfa. Snígl-
arnir eru tvíkynja, og geta þeir því æxlazt bæði við
sjálf- og að-frjóvgun. í næsta lið sjáum við það ein-
kennilega fyrirbrigði, að % hluti afkvæmanna er rönd-
óttur og % hlutar einlitir. Ef lengra er haldið áfram,
má komast að raun um, að röndóttu sniglarnir eiga
aðeins röndótt afkvæmi, ef þeir frjóvga sjálfa sig eða
\/
ó
r’á
4. mynd. Skýrir hvernig litir sniglanna erfast F 2, F 3. (2. og 3.
Filialgeneration) — annar og þriðji niðjaliður.
sinn líka. Um hina einlitu er öðru máli að gegna.
hluti þeirra á eingöngu einlit afkvæmi og það sama
endurtekur sig, hversu lengi sem haldið er áfram að
hreinrækta þann hluta. Hjá þeiin einlitu, sem enn er
ógetið, verður árangurinn annar. Af afkvæmum þeirra
verða % hlutar einlitir og % hluti röndóttir. Endurtek-
ur sig þar sama sagan eins og hjá afa þeirra og ömmu,
er gáfu einlit og röndótt afkvæmi eftir sömu hlutfalls-
tölum. (Sjá 4 mynd).
En hvernig stendur á þessu?
Einliti snígillinn, sem við byrjuðum með, hefir að
geyma í einhverri litningatvenning sinni erfðavísa
/gen), sem orsaka einlita bobba. Röndótti snigillinn hefir