Vaka - 01.11.1928, Page 52
306
VALTÝR ALBERTSSON:
[VAKA]
erfðavísir sá, er veldur þeim eiginleika, má sín meira
en hinn, er erfist frá röndótta foreldrinu. Einliti bobbinn
kemur því fram, þó að það aðeins sé erft frá öðru
hvoru foreldri. Það nægir, að snígillinn hefir hlotið
einn „einlitan“ litning. Röndótti litningurinn, sem líka
er einn síns liðs, fær hér ekki að njóta sín. Hann verð-
ur að lúta í lægra halda, ef svo mætti að orði komast.
Eiginleikar þeir, sem fram koma og njóta sín að fullu,
þó aðeins séu þeir erfðir frá öðru foreldri, kallast
drottnandi eða ríkjandi (dominercnde); en
þurfi þeir að erfast frá báðum foreldrum nefnast þeir
víltjandi (recessiv).
Þegar svo blendingssnígillinn, sem um var rætt,
myndar fullþroslca lcynfrumur, fær helmingur sæða og
eggja 1 röndóttan, en hinn helmingur 1 einlitan litning.
Við frjóvgunina er því um þrjá möguleilca að ræða.
Annaðhvort mætast einlitir og röndóttir litningar eða
hvor um sig hittir sinn líka. Ef að líkindum lætur, fá því
25% afkvæmanna 2 einlita litninga,
50% ——— 1 einlitan og 1 röndóítan litning og
25% —— 2 röndótta litninga.
Af afkvæmunum verða því % hlutar einlitir og %
hluti röndóttur eins og ræktunartilraunin sýndi.
Til þess að arfgengur eiginleiki komi fram, hlýtur
afkvæmið að hafa fengið frá öðru eða báðum foreldr-
um erfðavísa, sem svara til þess eiginleika. Getur stund-
um farið svo, að eiginleikans verði ekki vart hjá for-
eldrunum, eins og nokkur snigladæmin sýndu.
Ef afkvæmið hefir erft eiginleikann frá báðum for-
eldrum sínum, hefir það sýnilega fengið tvo s a m -
stæða erfðavísa. Á erlendu máli kallast það þá ,,hom-
ozygot“. Hafi það aðeins fengið eiginleikann frá öðru for-
eldri og frá hinu erfðavísi, sem svaraði til gjörólíks eig-
inleika, verður litningatvenningin sitt af hvoru tæi og af-
kvæmið ósamstætt (heterozygot).
Eins og tekið hefir verið fram, eru sumir eiginleik-