Vaka - 01.11.1928, Side 54
308
VALTÝR ALBERTSSON:
[VAKAJ
tvennu ólíkir. Eigi svart, snoðið marsvín afkvæmi með
hvitu, langhærðu, verða allir ungarnir svartir og snoðnir.
Af þessu sézt, að svartur og snoðinn eru drottnandi eigin-
leikar, sem verða hinum yfirsterkari. Ef ungarnir eru
aldir upp og látnir eiga afkvæmi með systkinum sín-
um eða öðrum marsvinum, sem eins stendur á fyrir,
fáum við fernskonar unga: Sumir eru svartir og snoðn-
ir, aðrir svartir og langhærðir og enn aðrir hvítir og
6. mynd. Efsl foreldrar. í annari röð eitt aflruæmanna (döktft og
snoðið). Loks kemur annar niðjaliður. Eru þar 9 dölrk og snoðin, 3
dökk langhærð, 3 hvíl snoðin og lol<s 1 hvítt langhært.
snoðnir og loks hvítir og langhærðir. Ef saman er tal-
ið, verða hlutfallstölurnar milli þessara fjögra teg-
unda 9 : 3 : 3 : 1. Mendel orðaði það svo, að eigin-
leikarnir erfðust hvor öðrum óháðir.
Til þess að auðveldar'a sé að skilja, hvernig á þvi
stendur, að þessar tölur koma fram, læt ég hér töflu
fylgja-
Dökkur og snoðinn eru drottnandi eiginleikar. Mar-
svínið, sem við byrjuðum ineð og gengum út frá að
hefði samstæða lit- og háralagsvísa (væri homozi/ffot),
hlaut því að hafa erfðavísana DS í tvöföldum mæli
(D = dökkur, S = snoðinn). Eftir rýrnunarskifting-