Vaka - 01.11.1928, Side 56
VALTÝR ALBEKTSSON:
i vaka]
310
dýra heiir fundizt stakur iitningur, sem kallast X-litn-
ingur eða kynlitningur. Kvendýrið hefir þá tvo X-
litninga. Hjá dýrum ineð 4 venjulega litninga, er því
litningatala karldýrsins 4 -f- 1 X og kvendýrsins
4 + 2 X.
Við rýrnunarskiftinguna :'á öll eggin 2 veujulega
litninga og 1 X-litning. Sæðin verða aftur á móti
tvennskonar. Helmingur þeirra fær sömu litningatölu
7. mynd. Frumur engisprellutegundar einnar. Til hægri fruma kven-
dýrsins, til vinstri karldýrsins. Kynlitningar eru hér óvenju stórir og
króiibeygðir. eru þeir auðkendir X. Karldýrið hefir 30 + lx litninga
en kvendýrið 30 + 2x.
og eggin (2 + 1 X), en hinn hlutinn aðeins 2 litniuga.
Við frjóvgunina er þvi um tvennt að ræða:
Sæðið Eggm
(2+1 X) + (2+l X) = 4+2 X, afkv. verður kvenlcyns,
eða 2 +(2+1 X) = 4+1 X, afkv. verður karlkyns.
Það er því sæðið, sem ákveður kynið, og þar sem
jafnmörg sæði myndast af hvorri tegund, mætti búast
við, að afkvæmin yrðu jafnmörg af hvoru kyni.
Nú mun einhver spyrja: Hvernig stendur á þvi, að
hjón eignast stundum 4—6 sonu í röð, en enga dóttur?
Svarið er ofur einfalt. Það er tilviljunin, sem ræður,
hvort sæði með eða án X ná að frjóvga eggið. Er ekk-
ert því til fyrirstöðu, að það sama endurtaki sig hvað
eftir annað. En þegar taldar eru saman háar töJur,