Vaka - 01.11.1928, Side 57
vaka]
KYNFYLGJUR.
311
ver6ur hlutfallið milli kynjanna nálægt því að vera
I : 1. í Evrópu fæðast að meðaltali 6% fleiri svein-
börn en meybörn. Ástæðan er ef til vill sú, að X-lausa
sæðið er léttara á sér og ötulla í samkeppninni. Það hefir
nokkru minna litni og nær þvi auðveldara markinu.
1 frumum sumra karldýra hefir auk X-litningsins
í'undizt lítill og óverulegur litningur, sem kallast y-
litningur. Karlmaðurinn hefir ineðal annars litning
þennan. Frumur karlmannsins hafa því 46 venjulega
litninga, 1 X og 1 y-litning. Frumur konunnar hafa 46
venjulega og 2 X-Iilninga. Fullþroska egg fá þess vegna
23 + 1 X, en sæðin verða tvennskonar: 23 + 1 X eða
23 + I y. Hjer gildir því sama regla og áður að 2 X
orsaka kvenkyn*) en 1 X karlkyn.
í býflugnabúum finnast bæði ófrjóvar þernur eða
vinnudýr og frjóvsöm drottning. Á vissum tímuin fæð-
ast þar auk þess karlflugur. Eru það hreinustu leti-
garðslimir, er verða seinna að láta lifið sökum værugirni
sinnar. Drottningin verpir stundum- eggjum, sem klekj-
ast út ófrjóvguð. Það kallast jómfrúfæðing eða e i n -
kynja æxlun (Parthenogenesis) og kemur eigi ó-
sjaldan fyrir hjá lægri dýrum. Or þessum ófrjóvguðu
eggjum koma ætíð karlflugur. Verpi drottningin frjóv-
guðum eggjum, koma ávalt úr þeim kvenflugur, þern-
ur eða drottningar. Drottningin hefir 30 + 2 X-litninga,
og eggin fá þess vegna 15 + 1 X-litninga. En nú vit-
um við, að úr ófrjóvguðu eggjunum koma karlflugur og
hljóta þær því að hafa þessa litningatölu, þó að undar-
legt megi virðast. Nú mun mörgum forvitni á að vita,
hvernig kynfrumur karlflugnanna verða. Aldrei þessu
vant verður hér engin rýrnunardeiling. Öll sæðin hljóta
þess vegna 15 + 1 X-litninga, og afkvæmin verða þar
af leiðandi öll kvenkyns og staðfestir enn þessi ó-
•) Hjá fuglum er þetta þó þveröfugt. Frumur karlfuglanna
Jiafa 2 X, en kvenfuglanna 1 X-litniiiga.