Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 60
:S14 VALTÝR ALBKRTSSON: [vaka
frá racðurinni, og við hann er tengdur drottnandi
erfðavísir, sem litskyggni veldur. Þær bera þó gallaða
Iitninginn og kallast þvi arfberar (Konductor)
vegna þess, að frá þeim erfist lilblinda til sona þeirra.
Mynd 10 sýnir, hvernig fer, ef litskygn maður kvæn-
ist arfbera. Er nú auðséð, að helmingur dætranna fær
að réttu Iagi einn gallaðan litning, og verða þær því
arfberar eins og móð-
irin, en helmingur
sonanna fær gallaða
litninginn einan og
verða því litblindir.
Auðvitað gæti svo
farið, að arfberi ætti
tvo sonu og báða lit-
skyggna. Þá er undir
tilviljun komið, hvort
eggið með gallaðan
eða góðan litning
frjóvgast.
Ef arfberi giftist
litblindum manni, er
auðskilið, að helm-
ingur sona og dætra verða litblind, hinn helming-
ur dætranna verður arfberar. Litblind kona eignast
aðeins litblinda sonu. Báðir kynlitningar hennar eru
gallaðir og annanhvorn þeirra hljóta synirnir að erfa.
Vegna þess, að litblinda er heldur sjaldgæf, má þao
hrein undantekning heita, að litblindur maður kvænist
arfbera. Þess vegna sleppa konur að jafnaði við kvilla
þennan.
Kynfylgjur þær, er áður var getið, voru tengdar hver
við sinn litning. Liggur í augum uppi, að séu tveir
erfðavísar eða fleiri i sama litning, hljóta þeir að erfasl
saman. Regla Mendels, að eiginleikarnir erfist hvor
öðrum óháðir, gildir þvi ekki ætíð. Hjá smáflugu einni,
/rtjfypnmaðiu' /toncrrt trr/Oeri
litsKygn litblindur UtJ/tyrjn ctrfáeri
jonur jonur c/ófíir dótfir
10. mynd. Kynbundin litblinda.