Vaka - 01.11.1928, Blaðsíða 63
vakaJ
KYNFYJLGJUR.
317
Á síðustu úrum hefir mikið verið rætt um blóðflokka.
Hafa dómstólarnir jafnvel í faðernismálum leitað um-
sagnar lækna og byggt dóma sína á úrskurði þeirra.
Það er alkunna, að sjúklingur, sem var aðfram kom-
inn af blóðmissi, hresstist oft furðu fljótt, þegar i hann
var dælt blóði einhvers fórnfúss meðborgara. Áður en
blóðflokkarnir þekktust, hlauzt oft tjón af og sjúkling-
ar dóu stundum, ekki af blóðmissi, heldur af blóðgjöf-
inni. Nú má með einfaldri rannsókn sjá, hvers konar
blóð sjúklingurinn þolir. Eftir því er mönnum skift í
4 flokka. Hver þessara flokka erfist eftir föstum regl-
um. Má þvi stundum, þegar blóðflokkur móður og
barns er þekktur, með fullri vissu ákveða, að maður
sá. er barnið er kennt, geti ekki verið faðir þess. Þá er
það kunnara en frá þurfi að segja, að geðveiki liggur
oft í ættuin. En orðið geðveiki er einskonar ruslakista,
er rúmar marga sundurleita sjúkdóma. Fyrsta skilyrði
við rannsókn arfgengiskvilla þessara er því, að sjúk-
dómurinn sc jafnan rétt ákveðinn.
Úr mögrum akri verður uppskera rýr, þó að útsæði
sé gott. Það er því rangt að dæma eðlisfarið eftir út-
litinu einu saman. Kjörin grípa inn i þróunina á marg-
víslegan hátt, tnynda eintsaklingana og móta. Fóður-
skorlur og sjúkdómar á uppvaxtarárum kippa oft úr
vexti og valda jafnvel likamslýtum. Einkum er það
háskalegt, ef ungviðin vantar ýmis fjörefni (viiamin) í
fæðuna. En breytingar þær, sem kjörin valda, eiga ekkert
skylt við arfgengi. Þesskonar eiginleikar erfast ekki.
Erfðavísarnir virðast ónæmir fyrir hnjaski lifsins. Þeir
koma samir og jafnir úr deiglu illra eða góðra ævi-
kjara og halda áfram göngu sinni til niðjanna, eins
og ekkert hefði í skorizt. Þó að maður hafi í bernsku
fengið beinkröm og orðið krypplingur af völdum sjúk-
dómsins, ganga ekld líkamslýtin í arf til niðja hans.
Glögg dæmi þess, að áunnir eiginleikar erfist ekki, sjá-