Vaka - 01.11.1928, Side 64
aiW VALTÝR ALBERTSSON: [vaka]
um við daglega og heyruin. Kínverskar konur hafa um
þúsundir ára klemmt fætur sína og aflagað. Kínversk
börn fæðast með óskemmda fætur enn þann dag í dag;
hörnin þurfa að læra að tala, þó að forfeður okkar hafi
gert það öld eftir öld og svo mætti lengi til tína.
Þess skal þó getið, að mikið hefir verið um það deilt,
hvort áunnir eiginleikar erfðust. Hvað eftir annað hafa
vísindamenn haldið, að fundin væru gögn fyrir því, að
svo væri, en ávalt hafa þau reynzt ófullkomin. Við
kunnum því engin ráð til þess að breyta eðlisfarinu.
En hvernig ber þá að skýra þróun og breytileika
tegundanna? Því að fæstir trúa víst í alvöru á sköpun-
arsöguna.
Öðru hvoru hafa fundizt einstaklingar, sem gjör-
ólíkir voru foreldrum sínum og forfeðrum. Þessum
„umskiftingum" (mutanter) skaut upp, án þess að hægt
væri að finna nokkra ástæðu til, og nýju eiginleikarnir
gengu í arf til eftirkomendanna. Þetta hefir verið kall-
að stökkbreyting (mutation). Þar koma því
fram nýir erfðavísar eða gamlir hverfa. Orsökina til
þessa vita menn ekki og geta eigi helaur frainkallað
„umskiftingu" hjá tilraunadýrum. Oft hefir þó sýni-
iega rýrnunardeiling kynfruma foreldranna verið ó-
regluleg. Umskiftingarnir hafa því stundum hlotið fleiri
og stundum færri erfðavísa en þeim bar.
Er það auðskilið mál, að umskiftingar þeir, sem bet-
ur voru úr garði gerðir til þess að heyja baráttuna fyrir
lífinu, héldu velli og uku kyn sitt. Oat svo farið að
lokum, að þeir vrðu einir um hituna.
Á afskekktum smáeyjum, þar sem veðrasamt er,
hafa eingöngu fundizt flugur og fiðrildi, sem voru
vængjalaus að kalla og gátu ekki flogið. Vængjuð,
flögrandi skordýr myndu blása á haf út og tortýnast.
Öðru hvoru fæðast flugna- og fiðrildaumskiftingar
vængjalausir. Hér gátu þeir haldið velli af því, að kjör-
in voru þeim hagstæðari.