Vaka - 01.11.1928, Page 66
320
VALTÝR ALBERTSSON:
[VAKA
skyldir giftist. Fyr á timum barðist liirkjan með oddi
og egg gegn svokallaðri blóðskömm. Efalaust hafa þeir
„vísu feður“ séð, að stundum hlauzt af ógæfa.
Sú er hættan, að hjá niðjunum komi vikjandi gallar
fram, sem ella létu ekki á sér bóla.
En séu forfeðurnir hraustir og gallalausir, er ætt-
rækt óskaðleg og oft heppileg. Rottur voru hreinrækt-
aðar, þannig að alsystkini áttu jafnan afkvæmi sam-
an. Þetta var gert í 20 liðu. Dýrin reyndust yfhieitt
hraust og vel á sig komin. Meðal Fornegypta var það
líka venja, að konungar kvæntust systrum sinum. Varð
ekki séð, að þetta leiddi til úrkynjunar.
Á síðustu timum hefir verið unnið kappsamlega að
kynbótum um allan hinn menntaða heim og árangurinn
hefir að mörgu verið glæsilegur. Fjöldi nytjadýra og
jurta hafa verið kynbætt stórum. Auðséð er þó, að oft
er við ramman reip að draga. Erfitt er að velja úr
gripi til undaneldis. Vænlegt útlit þeirra og kynbóta-
gildi fer oft ekki saman. Þvi verður eftir megni að
gera greinarmun á eðlisfari þeirra (genotypus,
anlægspræg), erfðavísum þeim og eiginleikum er þeir
hafa fengið að erfðum, og ytra útliti eða s v i p f a r i
þeirra (fænotypus, frcmtoningspræg). Sá ég stundum
vel öldum graðhestum veitt kynbótaverðlaun, án þess
að eigendur eða dómendur hefðu hugmynd um föður-
ætt gripsins. Er varla ofsagt, að það, sein gert hefir
verið hjá oss að „kynbótum“, hefir að inestu verið
fálm út í loftið. Breyting sú til batnaðar, sem orðið
hefir á bupeningi vorum, er mest að þakka betri með-
ferð, en það eru engar kynbætur.. Siður sá, að afla sér
„kynbótagripa“ frá fyrirmyndarbúum um skepnuhirð-
ingu og meðferð alia, leiðir oft til vonbrigða og van-
trausts á málefninu. Er mjög undir hælinn lagt, hvort
gripir þeir, þótt vænlegir kunni að vera, hafi nokkurt
kynbótagildi. Fer þvi oft svo, að þegar aðbúnaður og