Vaka - 01.11.1928, Side 69
[vaka] KYNFYLGJUR. 323
k
aldri, en áður myndu dáið hafa, hálfgerðir vonarpen-
ingar, sem frá sjónarmiði kynbótafræðings mættu
missa sig.
Það náttúruval, sem slæm kjör skapa, gildir þvi ekki
lengur, nema að nokkru leyti, og ef til vill til skaða
stundum. Þó er þess að gæta, að dauðaorsök barna var
oft smitandi sjúlcdómar, sem eyddi bæði hrauslum og
veilum.
Mörgum er það þyrnir í augum, að með minni
barnadauða fylgir lægri fæðingatala. Er talið, að þetta
Ieiði til glötunar! Hervaldssinnar óska mikillar við-
komu til þess að fá fylkingar sínar fullskipaðar, og
stóriðnaðurinn krefst ódýrs vinnulýðs. Það eitt er at-
hugavert við fækkun fæðinga, að hún verður oft þar,
sem sízt skildi. Ungir og oft efnilegir menn, sem sækja
vilja fram í fremstu raðir, þurfa fjölda ára til þess að
búa sig undir stöður sínar. Fæstir þeirra hafa ráð á að
kvongast fyr en seint og síðar meir. Þeir eiga oft fátt
barna — viljandi eða óviljandi, en aðrir og oft lélegri
borgarar sjá fyrir fjölguninni. Stundum eru það meira
að segja ábyrgðarvana úrhrök, sem flest afkvæmin fá.
f Norður-Ameríku eiga nú 75 fáráðlingar kyn sitt að
rekja til fábjána eins, er uppi var á 18. öld.
Hjá hinum fátækari stéttuim verður barnahópurinn
stundum svo stór, að honum verður ekki sómasam-
lega framfleytt, en framfærsluhjálp sveitafélaga jafn-
an af skornum skammti. Það væri því æskilegt að
miða ómegð nokkuð rið framfærslugetuna. En oft er
eins og stigið sé á líkþorn manna, ef talað er um að
takmarka fæðingar barna og gefin ráð til þess. Ganga
þar aftur hjá mönnum gamlar trúarkreddur, sem erfitt
er að útrýma.
Ekki er það eingöngu barnanna vegna, að takmarka
ber fæðingar, heldur einnig vegna foreldranna, einkum
móðurinnar, sem harðast verður úti í barna arginu.
Það væri undarlegur „guð“, sem væri það þóknanlegt