Vaka - 01.11.1928, Side 70
324
VALTÝR ALBERTSSON:
i VAKA '
að fátæk og slitin kona verkamannsins bætti á ári
hverju erfingja við barnahópinn. Mér hefir oft hrosið
hugur við að sjá þessar vesalings „frjósömu" mæður,
útslitnar fyrir aldur fram. Það er þó naumast eini til-
gangur konunnar hér á jörðu, að vera einskonar „varp-
hæna“. Mér dettur í hug sagan um konuna, sem átt hafði
mörg börn og jafnan komið hart niður. Að lokum
sagði læknirinn, að fleiri börn mætti hún ekki eiga.
Næsta fæðing myndi kosta hana lífið. Ekki datt þó
lækninum í hug að gefa hjónunum ráð, svo að þau
gætu lifað saman áhættulaust eða -lítið; hjónin trúðu á
guð og lukkuna og létu skeika að sköpuðu. Þeim varð
líka að trú sinni. Konan dó ári seinna af barnsförum,
og barnahópurinn varð þar með móðurlaus.
Fleiri dæmi mætti taka, þar sem hindra ætti, að fæð-
ing yrði. Þyrfti þá stundum að eyða fóstri. Lítið vit er
i að Ieyfa skækjunni, sem liggur með hverjum manni,
að ala börn, —- föður og móðurlaus að kalla — og ef til
vill með kynsjúkdóm i vöggugjöf.
Einhverntima verður það að líkindum bláköld nauð-
syn að takmarka fjölgunina, ef allir eiga að hafa nóg
að bíta og brenna. Margir eygja ekki atvinnumögu-
leika fyrir þá, sem nú eru að vaxa upp, og hvað mun
þá seinna verða? Að vísu geta opnazt möguleikar i
framtíðinni, sem engan nú dreyinir um, en á slíkt er
valt að treysta. Ameríka tekur ekki lengur við þeim,
sem umfram eru þörfina í gamla heiminum.
Hjá okkur er ekki hætta í bráð. Þó er ekki Iangt
síðan að fólk streymdi af landi burt vegna óáranar,
fátælctar og basls. Vonandi getur ísland með vaxandi
framförum og menningu borið sómasamlega 200,000
sálna, sem að öllu sjálfráðu byggja landið árið 2000.
Að síðustu skal drepið nokkrum orðum á hjátrú þá
og hindurvitni, sem enn ríkir víða. Er þar skyldu og
óskvldu hlandað saman við arfgengi. Það er alkunnugt.