Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 71
[vaka]
KYNFYLGJUR.
325
að fyrsta barn hjóna kvað oft ekki likjast „föðurn-
um“, heldur gömlum unnusta, sem móðirin náði ekld
að eiga. Sterk hugsun konunnar til unnustans gamla
átti að nægja lil þess að barnið, sem hún gekk með,
líktist honum. Þetta er fjarstæða ein. Mun þar oft
hafa sannazt hið fornkveðna: Matcr ccrta, pater in-
certus*). Gat óneitanlega verið þægilegt fyrir konu-
tetrið, með hjátrú þessari, að hilma yfir „gamla synd“,
ef annars á að kalla það svo.
Alkunnug er sögnin um „bragðarefinn" Jakob og
mislitu lömbin. Ærnar, sem sáu mislitu kvistina, áttu
margar mislit lömb. Margir meðfæddir blettir og lík-
amslýti er talið að eigi rót sína að rekja til geðshrær-
inga, sem móðirin komst í um meðgöngutímann. Ef
lamb verður mislitt, eða barn fæðist með valbrá eða
öðrum missmíðum, er það þegar ákveðið við frjóvgun-
ina. Fóstrið er aðeins á fóðrun í móðurkviði og lifir þar
sjálfstæðu lífi. Smitast getur það frá móðurinni og
jafnvel orðið fyrir líkamlegu hnjaski. Naflastrengur
vefst stundum um hönd þess eða íot og hindrar blóð-
rásina. Fær þá líkamshluti sá (ef til vill) ekki nægi-
lega næringu, en visnar. Hugsun ein eða hræðsla fær
hér engu hreytt.
Margir álíta, að jneð móðurm jólkinni fái barnið
„einhvern undrakraft“, sem mótað geti eðlisfar þess.
Móðurmjólkin er ungbörnum holl og hentug næring.
„Fyrstu og sjálfsögðustu mannréttindi þeirra hér í
heimi eru að leggjast að brjósti móður sinnar“, ef
sjúkdómur er ei til hindrunar. En mjólkin hefir engin
dularfull áhrif, sem Iikja mætti við erfðir; cða vill
nokkur halda þvi fram, að börnin verði að kátfum, ef
þau fá kúamjólk? -
Valtýr Albertsson.
*) Aldrei efi um móðurina, faðernið oft vafasamt.