Vaka - 01.11.1928, Page 73
ívaka]
LEO TOLSTOJ.
327
um langaði hann mest til að vera góður, selja vagn-
inn sinn og gefa fátækum andvirðið, eða jafnvel tí-
unda hluta af eigum sínum. Stundum ákvað hann að
sökkva sér niður i öll vísindi veraldar, verja æfinni til
þess að fullkomna anda sinn, lesa „lögfræði, læknis-
fræði, mál, búvísindi, sögu, landafræði, stærðfræði, afla
sér æðstu menntunar í tónlist og málaralist". Stund-
um vildi hann verða slóttugur og glæsilegur heimsmað-
ur —- og hann svallaði, spilaði fjárhættuspil, stofnaði
til skulda með óhófi sínu. En oftast dreymdi hann um
eitthvað göfugt: „Ég vildi að hvenær sem nafn mitt
heyrðist nefnt, þá gripi alla viðstadda aðdáun og þakk-
læti til mín“, segir hann i bók sinni um æsku sína.
Það sem bjargaði honum var hlífðarlaus einlægni
hans við sjálfan sig, sem stöðugt vóg salt á móti metn-
aðinum. Hann athugaði sjálfan sig með skarpri ná-
kvæmni, rannsakaði eðli sitt miskunnarlaust. Hann
telur upp galla sína í dagbókinni: „1. Skortur einbeittni
eða viljaleysi. — 2. Sjálfsblekking. — 3. Fljótfærni. —
4. Uppgerðar-blygðunarsemi. — 5. Skapvonzka. — 6.
G,lundroði i hugsanalífinu. — 7. Hneigð til að stæla
aðra. — S. Hviklyndi. — 9. Hugsunarleysi". Hann
pyntar hégómágirnd sína með því að lvsa því fyrir
sjálfum sér, hve hann sé Ijótur hátt og lágt, grófgerður
og ótiginmannlegur í andlitsfalli og vexti. 25 ára gam-
all skrifar hann í dagbókina: „Minn höfuðgalli: hrok-
inn, óþrotleg, ástæðulaus sjálfselska .... Ég er svo
metnaðargjarn, að ef ég ætti kost á að velja um frægð-
ina eða dyggðina (sem ég elska), þá er mér næst að
út fyrsta sinni i hinni miklu heildarútgáfu af ritum hans (í 90
bindum), sem rússneska stjórnin lætur út koma á 100 ára afmæli
skáldsins. En franslca skáldið Romain Rolland hefir átt aðgang
að dagbókunum og vitnar mjög i þær í sinni frægu og fögru bók
um Tolstoj (ritaðri 1911), sem ég styðst við i þessari grein. Hann
segir, að dagbækurnar séu hinar „miskunnarlausustu játningar,
sem nokkurn tima hafa ritaðar verið af miklum manni“.