Vaka - 01.11.1928, Síða 75
[vaka]
LEO TOLSTOJ.
329
það ekki; ég vil skilja, en ég þori það eklci. Ég fel mig
þínum vilja“.
Smám saman kemst meiri ró á hug hans, hann byrj-
ar að vinna, skrifa skáldverk, neytir sinna ungu ríku
krafta í heitri ást á mönnunum, náttúrunni, listinni.
Hann tekur þátt í Krím-stríðinu 1854—55 og aftur
vaknar trúarþörf hans í vitundinni um stöðugar hætt-
ur, augliti til auglitis við dauðann. Hann þaklcar guði í
dagbók sinni fyrir að hafa verndað sig í hættum og
biður hann að gera það áfram „svo að mér megi auðn-
ast að ná hinum eilífa og dýrðlega tilgangi lífs míns,
sem ég ekki enn veit hver er“. Um svipað leyti skrifar
hann ennfremur i dagbók sína: „Mér liefir vitrast stór
hugsjón, sem ég finn, að ég gæti helgað allt líf mitt.
Þessi hugsjón er að hefja ný trúarbrögð, trúarbrögð
Krists, hreinsuð af kreddum og dulrænu .... að hefjast
handa í ljósum skilningi til þess að sameina alla menn
fyrir kraft trúarinnar“.
Þessi stóra hugsjón gleymdist Tolstoj í fulla tvo ára-
tugi. Hann varð brátt frægur skáldsagnahöfundur, kvænt-
ist, lifði hamingjusömu og starfsömu lífi á búgarði
sínum með konu og börnum, skrifaði hin miklu verk
sín Stríð og frið (á 5 árum) og Önnu Karen-
ina (á 3 árum). Laust fyrir fimmtugt hafði hann lokið
hinu síðara stórvirki sínu og átti nú aðeins tvo jafn-
ingja meðal rússneskra skálda, Turgenjef og Dosto-
jevsky.l Hann var að verða heimsfrægur — metnaðar-
draumur æsku hans hafði ræzt.
En þá byx-jar örðugasta tímabil æfi hans, löng og sár
innri barátta. Lífsskoðun Prédikarans heltekur sál
hans: l,Allt er hégómi og eftirsókn eftir vindi — enginn
ávinningur er til undir sólinni”.)
III.
í bók sinni J_áj ningar lýsir hann sálarástandi
sínu um þessar mundir: