Vaka - 01.11.1928, Side 76
330
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
„Ég var ekki enn fimmtugur, ég elskaði, var elskaður,
átti góð börn, mikla bújörð, var frægur, heilsugóður,
sterlcur til sálar og líkama. Ég gat slegið eins og bóndi,
unnið sleitulaust tíu stundir án þess að þrevtast. Allt í
einu stöðvaðist lif mitt. Ég gat dregið andann, matazt,
drukkið, sofið, en það var ekki sama og að lifa. Ég átti
engar óskir framar. Ég vissi, að það var ekki hægt að
óslca neins. Mig gat ekki einu sinni langað til þess að
vita sannleikann. Sannleikurinn var sá, að það var ekki
glóra af viti í lífinu. Ég var kominn á barm hyldýpis-
ins og ég sá glöggt, að fram undan mér var ekkert
nema dauðinn. Ég, maður heilbrigður og gæfusamur,
fann að ég gat ekki framar lifað. Ósigrandi máttur
freistaði mín til að stytta mér aldur .... Ég segi ekki,
að ég hafi viljað taka sjálfan mig af lífi. Sá máttur,
sem seiddi mig í dauðann, var sterkari en ég. Það var
Iöngun, lík minni fyrri löngun til lífsins, hún fór að-
eins í öfuga átt. Ég varð að neyta bragða við sjálfan
mig til þess að láta ekki of fljótt undan. Og þannig
varð það, að ég, gæfusamur maður, faldi fyrir sjálfum
mér reipið, til þess að ég hengdi mig ekki á bjálkanum
í loftinu milli skápanna i herbergi mínu, þar sem ég
háttaði einn á hverju kvöldi. Ég hætti að fara á veiðar
með byssu mína, svo að ég skyldi ekki freistast. Mér
fannst líf mitt vera heimskulegur skrípaleikur, þar sem
einhver hefði mig að fífli. Fjörutíu ára -\dnna, erfiði,
framför, til þess að komast að raun um að allt er ekk-
ert. Ekkert! Af mér verður ekkert eftir nema rotnun
og maðkar .... Það er hægt að lifa, meðan maður er
drukkinn af lífinu; en þegar víman rennur af manni,
þá sér maður, að allt er blekking, tóm blekking ....
Ættingjar mínir og listin fullnægðu mér ekki lengur.
Ættingjarnir voru óhamingjusamt fóllc eins og ég.
Listin er spegill lífsins. Þegar lífið er orðið tilgangs-
laust, þá er ekki lengur gaman að leika sér að speglin-
um. Og verst var, að ég gat eklci beygt mig fyrir örlög-