Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 78
332
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
og hann fengi „hnífstungu í hjartað“. Hann fékk and-
styggð á hinum hatramma ríg milli trúarflokka og
kirkjudeilda. Honum fannst það ganga glæpi næst,
að allar kirkjur skyldu — annað hvort formlega eða
með þögninni — viðurkenna réttmæti liróðurmorða:
Stríðs og dauðahegningar. Og hann trúði ekki á guð-
dóm Krists; hann var aðeins einn af inörgum spámönn-
um mannkynsins, sem allir höfðu boðað hin sömu
megin sannindi —• mestur þeirra allra, en ekki guð.
f Tolstoj hætti skyndilega að fara í kirkju, hóf ofsa-
legar árásir á hin opinberu trúarbrögð og tók að boða
kenningar Ivrists „hreinsaðar af kreddum og dulrænu“,
eins og hann hafði dreymt um, þegar hann var ungur.
Hann setur ástina og mannvitið í öndvegi og segir,
að Fjallræða Krists sé ekkert annað en þetta tvennt:
kærleikur og skynsemi. Það er skynsemin, sem skilur
milli manns og dýrs, og allt, sem maðurinn veit, á hann
skynseminni að þakka. Reynum því að hugsa vel.
Fagnaðarboðskapur Krists stendur eilíflega, af því að
hann er óhagganleg niðurstaða skynsamlegrar íhugun-
ar, sem hefir fundið lögmálið fyrir hamingju manns-
ins og opinberað það í því meginboðorði: E'skaðu
guð og náunga þinn eins og sjálfan þig. „Ástin er hin
eina skynsamlega iðja mannsins, ástin er eðlilegasta
og bjartasta ástand sálarinnar. Allt sem maðurinn
þarfnast er, að ekkert byrgi fyrir honum sól skynsem-
innar, sem ein skapar vöxt .... Ástin er hið raunveru-
lega góða, hið æðsta af öllu góðu, sem greiðir úr öll-
um mótsögnum lífsins, sem ekki eingöngu sefar óttann
við dauðann, heldur hvetur manninn til að fórna sér
fyrir aðra: Því að það er engin önnur ást til en sú,
sem gefur líf sitt fyrir þann, sem er elskaður. Ástin
er þó aðeins verð þessa nafns, þegar hún er sjálfslórn.
Þess vegna er ekki hægt að iðka hina sönnu ást, fyr
en maðurinn skilur, að það er honum ómögulegt að
öðlast einstaklings-hamingju“ (þ. e. hamingju fyrir