Vaka - 01.11.1928, Page 80
334
KRISTJÁN ALBERTSON:
[vaka]
lífi enn fullkomnari fögnuð. Ég trúi því, að þessi þró-
un ástarinnar muni framar nokkru öðru afli stuðla að
stofnun guðsríkis á jörðunni, það er: Að í stað Iífs-
skipulags, þar sem sundrungin, lygin og ofbeldið eru
alls máttug komi ný skipun, þar sem ríki einhugur,
sannleiki og bróðerni. Ég trúi þvi, að aðeins sé til eitt
ráð til að þroska í oss ástina: bænin. Ekki hin opin-
bera bæn í musterinu, sem Kristur áfelldist með ber-
um orðum (Matth. VI. 5—13). Heldur sú bæn, sem
hann kenndi okkur með fordæmi sínu, bænin í ein-
rúmi, sem styrkir í oss vitundina um lilgang lífs vors
og þá tilfinning, að við erum engu háðir nema vilja
guðs .... Ég trúi á eilíft líf; ég trúi þvi að inaðurinn
gjaldi verka sinna, hér og alstaðar, nú og ávallt. Ég
trúi ÖIlu þessu svo fastlega, að ég á mínum aldri, á
grafarbakkanum, verð oftlega að taka á viljakrafti
mínum til þess að biðja ekki í bænum mínum um
dauða líkama míns, það er, að fá að fæðast til nýs
lífs“.
Menn beri saman þetta bréf og lýsinguna á sálar-
angist Tolstojs, þegar hann nálgaðist fimmtugsaldur.
Hann hafði sökkt sér niður í trúarbrögðin, leitað að
því, sem maðurinn vissi viturlegast og sannast um líf-
ið, sitt eigið eðli, guð. Hvílíkur munur á skelfingu og
örvænting hins trúlausa, ríka og fræga skálds og þeim
háleita friði, þeirri tign og sannfæring sem er í trúar-
játning öldungsins, sem hefir leitað og fundið.
Og þó slotaði hugarstríði Tolstojs ekki fyr en í dauð-
anum. Ekki af því að bilbugur væri á sannfæringu
hans. En honum veittist örðugt að samræma líf sitt og
kenningar.
V.
Árið 1882 vann Tolstoj að hinu almenna manntali í
Moskva, sem þá fór fram. Hann gerði það til þess að
kynnast lífi íátæklinganna, og það sem hann sá í