Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 81
[vaka]
LEO TOLSTOJ.
335
verkamannahverfum, á gisfihúsuxn, flækingjahælum
og pútnahúsum útborganna, hafði ógurleg áhrif á
hann. Að kvöldi hins fyrsta dags, sem hann kynntist
þessu lífi, sagði hann einum vina sinna frá því, sem
hann hafði séð, og „hann hrópaði, grét og steytti hnef-
ann“. Mánuðum saman Jifði hann í dýpstu örvæntingu.
Hann ritaði nú bók sína: Hvað eigum við að
g e r a ? Hann lýsir nákvæmlega öllu, sem hann hefir
séð og reynt af eymdinni og spillingunni í Moskva,
kemst að þeirri niðurstöðu, að peningar geti ekki hjálp-
að þessu fólki, sem allt sé meira og minna ormétið af
gjörspilling borgarlífsins. En hann reynir að gera sér
grein fyrir orsökum þessara hörmunga. Fyrst telur
hann auðsöfnun einstaklinganna, skrautgirni og ónytj-
ungslíf ríku stéttanna, sem spilli hugsunarhætti alþýð-
unnar, venji hana á að líta á nautnalífið og iðjuleysið
sem hámark jarðneskra lífsgæða. Þá er rikisvaldið,
tæki hinna sterku til að kúga og þrælka l’jöldann sér i
hag. Kirkjan, vísindin og listirnar eru samsek. Hvern-
ig á að berjast móti öllu þessu? Fyrst og fremst með
því að ljá því ekki lið sitt. Taka eklci þátt i þrælkun
annara, safna ekki peningum, eiga ekki eignir, þjóna
ekki rikisvaldinu, neita að gegna herskyldu o. s. frv.
Því næst að lifa sjálfur óspilllu, heilbrigðu lífi. Vinna
líkamlega vinnu, því að manninum er hoðið að neyta
brauðs síns í sveita síns andlitis. Og krossfesta holdið.
Fyrir þessum kenningum sínum barðist Tolstoj á
efri árum, einn og óháður. Hann var andvígur öllum
flokkum. Zarinn kallaði hann „þennan unga mann,
sem ekkert veit, og ekkert skilur“'log réðst hvað eftir
annað á stjórnaraðferðir hans. En þó að fylgjendur
Tolstojs væru ofsóttir, hnepptir í varðhald, sendir í út-
legð, fyrir að neita að gegna herskyldu, rísa gegn
stjórninni, þá þorði hún aldrei að gera honum sjálfum
neitt.
Hann var engu mildari við frjáslynda flokkinn, sem