Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 82
;(!!(> KRISTJÁN ALBERTSON: [vaka]
barðist fyrir almennum kosningarrétti cg þingræði —
allt slíkt var hégóxni og blekking, nýjar lygar í stað
gamalla. Þjóðin myndi aldrei ráða neinu, en hins veg-
ar spillast og heimslcast af fortölum flokkanna, har-
áttunni um atkvæðin.
„Frjálslyndu stefnuna fyrirleit hann“, segir Rolland.
„Jafnaðarstefnuna hataði hann — eða öllu heldur
xnyndi hafa hatað, ef hann hefði ekki forðazt að hata
nokkurn skapaðan hlut“. „Takmark jafnaðarstefnunn-
ar er að fuilnægja lægstu þörfum mannsins: efnaleg-
um velfarnaði hans“, segir Tolstoj 1904. „Og jafnvel
þessu marki verður ekki náð með þeim ráðum, sem
jafnaðarmenn halda fram“. Hann hæðist að vísinda-
mennsku þeirra. Og í raun og veru er engin ást til hjá
þeim, aðeins hatrið á kúgurunuin „og skuggaleg öfund
á hinu þægilega og nautnaríka lífi hinna auðugu; Sama
græðgin og í flugunum, sein safnast kringum leifarn-
ar“. Þegar jafnaðarmennskan hefir sigrað, verður
hryllilegt um að litast í heiminum. Lýðurinn i Evrópu
mun henda sér yfir hinar kraftaminni og villtu þjóðir
með tvöföldum mætti og gjöra þær að þrælum, lil þess
að hinir fyrri öreigar Evrópu geti í ró og næði spillt
sér á iðjuleysi og óhófi eins og Rómverjar. (Ég fylgi
hér orðrétt greinargjörð Rollands fyrir skoðun Tolstojs
á jafnaðarmennskunni).
Loks var Tolstoj engu mildari í dómi um byltingar-
mennina. Það var ein höfuðlcenning hans, að aldrei
bæri að láta hart mæta hörðu, né veita hinu illa viðnám
með valdi. Það væri ókristilegt — maður ætti að tæma
kaleik þjáninga sinna, láta fara illa með sig. „Menn
segja: „Það er ekki liægt að elska Heródes“. — Ég
veit það ekki, en ég finn það, og þið líka, að það á að
elska hann. Ég veit, og þið líka, að ef ég elska hann
ekki, þá þjáist ég og líi'ið er ekki í mér“.
Tolstoj reisti allar sínar vonir um þróun og frelsun
mannkynsins á hinni innri byltingu — í sálum mann-