Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 86
:i40 KRISTJÁN ALBEHTSON: [vak*]
skildi hann til fulls, en hún féllst ekki á öfgar hans,
ekki á niðurrif, án þess að nýtt væri skapað í staðinn.
Hvernig átti hún að aðhyllast í framkvæmd skoðanir
manns síns? „Á hverju átti hún að byrja? Gefa allar
eigur okkar fátækum og láta börn sin og barnabörn
komast á vonarvöl? Láta okkur verða verkamenn eða
vinnuhjú í sveit? Umskapa erfðavenjur okkar, mennt-
un okkar, sem Tolstoj sjálfur hafði annazt? Hún var
of hyggin kona til þess að leggja út i slík æfintýri“.
Enginn elskaði og skildi Tolstoj eins og móðir mín,
segir sonurinn og vitnar (eins og Rolland) i þessi orð,
sem hún bætti neðan við bréf til manns síns, þar sem
hún liélt sig hafa sært hann: „Rétt í þessu sá ég þig
allt í einu ljóslifandi fyrir mér og fann til heitrar ástar
til þín! f þér er eitthvað svo viturt, svo gott, svo barns-
legt, svo óbugandi sterkt, og yfir allt þetta skín ljós
þinnar víðfeðmu samúðar og þíns augnaráðs, sem fer
beint inn i sálirnar .... Þetta allt átt þú og enginn
annar“.
VIII.
Flestum mun enn í fersku minni, hvernig lát 'l’olstojs
bar að. Hann hafði oft ætlað að flýja heimili sitt, en
brostið þrek, þegar á herti. 1897 hafði hann skrifað
konu sinni langt og innilegt skilnaðarbréf, sem hún
átti að finna á borði hans — en þegar til kom, gat
hann ekki slitið sig burt frá heimilinu. í októberlok
1910 varð Ioks af flótta hans. Hann var þá 82 ára gam-
all — en nokkrum dögum síðar lagðist hann banaleg-
una, í smáþorpi ekki langt frá heimkynnum sinum.
Kona hans íæyndi tvisvar að drekkja sér eftir burtför
manns sins, en var bjargað. Þegar hún frétti, hvar
hann var niðurkominn, fór hún á eftir honum, en
iæknarnir bönnuðu henni að koma inn til hans, hann
þyldi engar geðshræringar.
„Ef ég hefði verið nálægur“, segir Tolstoj yngri, „þá
hefði ég með hnefum minum rutt henni leið inn til hans,