Vaka - 01.11.1928, Síða 89
[VAKA;
LEO TOLSTOJ.
345
að þessu? Hann hafði göfugs manns hjarta, en siða-
hugmyndir einfalds og fáviss bónda“. í æsku hafði
hann um nokkurra ára skeið fylgt kennnigum föður
síns um skírlífi o. fl. Við töluðum um það og hann
sagði m. a.: „Já, þegar ég var ungur, reyndi ég að lifa
eins og faðir minn gerði, þegar hann var orðinn gam-
all, og gat það ekki. Nú er ég orðinn gamall og reyni
að lifa eins og faðir minn gerði, þegar hann var ungur,
- og get það ekki“. Hann brosti og sló út í aðra sálma.
Fyrir fjórum árum sat ég einn dag uppi hjá honum
hér í París. Hann sýndi mér brjóstmynd af föður sín-
um, sem hann hafði mótað og mér fannst mikið til um.
Allur góðleikur hins aldna vitrings og líka allt hið „ó-
bugandi sterka“ virtist mér skina út úr svipnum. Ég
minntist á það við Tolstoj, að hann hlyti að geta grætt
á þessari mynd — Leo Tolstoj eftir Leo Tolstoj yngra.
„Hver ltærir sig um Tolstoj nú á dögum?“ svaraði
hann. „Peningamenn nútímans vilja hafa fallegar
skækjur, gott kampavín og jazzmúsík — öllu andlegu
gefa þeir dauðann og djöfulinn".
í öllum dómum hans um heiminn og um sjálfan sig,
í allri hugsun hans um lífið kenndi stöðugt áhrifa
föður hans, hversu frábitinn sem hann var einstökum
kenningum hans, boði hans og banni. Aldrei hefi ég
hitt hann svo, að hann talaði ekki um skilyrðin fyrir
mannlegri hamingju, hvernig mennirnir ættu að lifa,
skyldur þeirra, syndir þeirra, veikleika þeirra — allt
sem var umhugsunarefni föður hans siðari hluta æf-
innar. Þegar ég síðast hitti Tolstoj yngra var hann bú-
inn að gera sér grein fyrir 12 höfuðdyggðum, sem allir
ættu að leggja stund á til þess að verða sem fullkomn-
astir. Hann skrifaði þær upp fyrir mig, ég kannaðist
við þær allar áður. Hann skýrði fyrir mér, hvað í þeim
fælist, mikilvægi þeirra fyrir mannlegan þroska og
sagði að lokum brosandi: „Ég get verið manna vitr-
astur, þegar ég kæri mig um, en mér hættir til að