Vaka - 01.11.1928, Page 91
ENSKIR SKÓLAR.
Enskir skólar standa á gömlum merg. Hinir elztu
latínuskólar og háskólar Englands eru eldri en sjálfl
ríkið og hafa starfað samfleytt til vorra daga, óháðir
byltingum þjóðfélagsins. Á 19. öld hefst barna- og ungl-
ingafræðslan og breiðist um alit landið. Ríkið hefir
lengst af haft lítil afskifti. Yfirstjórn skólamálanna
var sett, áður en ríkið hafði sjálft stofnað nokkurn
skóla. Flestir höfuðskólarnir eru stofnaðir af einstökum
mönnum, trúar- eða bæjarfélögum. Fámennur hópur
áhugamanna hlúir að skólanum i uppvexti hans. Skól-
anum safnast fé, svo að hann getur staðið á eigin fótum,
eða sveitar- og bæjarfélög leggja honum árlega fé. En
þeir sem í rauninni hafa skapað hina ensku skóla eru
ágætir skólameistarar, sem sett hafa á þá sinn blæ.
Ókunnugum gengur fyrst treglega að rata á vegum
hins enska skólakerfis. Það er líkast gamalli borg, sem
kastali og kirkja frá miðöldunum setur svip sinn á.
Þar eru hallir frá öllum öldum, hver með sínum blæ.
En hin nýrri hverfi svara til barna-, unglinga- og iðn-
fræðslu síðari tíma. Um þetta eru enskir skólar líkir
þeim jarðvegi, sem þeir eru vaxnir úr. Engin þjóð
kann betur en Englendingar að varðveita siði og háttu
fortíðarinnar án þess að verða eftirbátar annara þjóða.
Þeir láta fortíðina setja svip á nútíðina. Svo er um
skólakerfi þeirra. Þó margt sé þar fornt og annarlegt
ókunnugum, þá fullnægir það þörfum nútímans eigi
síður en hin óbrotnari skólakerfi annara þjóða.
Smábarnaskólar. Snemma á 19. öld stofnaði
Roberl Owen skóla, þar sem börn 2 til 6 ára gömul áttu