Vaka - 01.11.1928, Side 92
346 ÁSGEIR ÁSGEIRSSOK. [vaka]
að læra dans og söng, dvelja undir berum himni þegar
hægt var, læra þegar fróðleiksfýsn þeirra krafði, en
þvingun til bóknáms mátti ekki eiga sér stað. Robert
Owen var í þessu efni, eins og mörgum öðrum, vorboði,
þó langt væri til sumarsins. Hinir eldri smábarnaskólar
voru mjög ólíkir þvi, sem hann hafði hugsað sér. Börn-
um var raðað í deildir eftir aldri og kennt eftir áætlun.
Skyldur þeirra voru að þegja, sitja kyr og teiga í sig
þekkingu af vörum kennslukonunnar. Þegar út af bar,
sem oft kom fyrir, tók hún á sig lögregluþjóns mynd.
Afturhvarfið til hugmynda Robert Owens kom fyrst
fyrir áhrif frá Fröbel og siðar Montessori. Á síðari ár-
um hefir smábarnaskólum fjölgað, enda er þeirra mikil
þörf í þéttbýli, þar sem heimilin eru fámenn og mann-
laus á stundum. Þeir eru nokkurskonar þrep milli
heimilanna og barnaskólanna, bæði heimili og skóli.
Þegar unnt er, er hafist við undir beru lofti. Börnin fá
að sofa, baða sig og borða einu sinni á dag. Nákvæmt
eftirlit er haft með likamsþroska þeirra. Þau fá að lifa
og Iáta eins og þeim er eðlilegt, þó svo, að þau taki til-
lit hvort til annars og hafi engan yfirgang í frammi.
Leikföng og kennslutæki eru á hillum meðfram veggj-
um; börnin velja úr þeim eftir vild, flokka sig við borð,
tala saman og spyrja kennarann. Þau taka þátt i öll-
um heimilisstörfum skólans, hjálpa til að ræsta og raða
til i stofunni, þvo sér og bursta tennurnar. Áhuginn á
störfunum sér fyrir aganum. Smábarnaskólar eru reknir
mest að hætti nýskólamanna, enda eru kröfurnar
um skipulegt starf vægastar á þessum aldri. Leikurinn
er fyrir ungbörnum sjálft lifið. Barnið Jærir á líkan hátt
og kettlingurinn, sem leikur sér að hnykli; sá leikur er
undirbúningur undir músaveiðar. Sjálf alvara lífsins
kemur fyrst. síðar, stundum fyrst í mynd hins fasta,
skipulega starfs, sem stefnir að ákveðnu marki og
krefjast verður siðar á skólaaldrinum.
B a r n a s k ó 1 a r . Við marga barnaskólana eru smá-