Vaka - 01.11.1928, Qupperneq 93
Ivaka]
ENSKIR SIÍÓLAR.
347
barnadeildir, sem taka við börnunum fimm ára göml-
um og sjá fyrir þeim með iíkum hætti og áður var lýst.
Hin eiginlega barnafræðsla byrjar fyrst við sjö ára ald-
ur og varir önnur sjö ár. Hún hófst fyrst fyrir fram-
tak einstakra inanna og trúarfélaga. Það var fyrst árið
1870, að sett voru lög um almenna barnafræðslu, en
vart getur heitið, að þau hafi komizt að fullu i fram-
kvæmd fyr en undir aldamótin siðustu. Rikið styrkti
barnaskólana í hlutfalli við árangurinn af kennslunni.
Einu sinni á ári komu prófendur ríkisins í hvern skóla
og reyndu börnin í öllum aðalnámsgreinum. Eftir dómi
þeirra um kunnáttu barnanna fór svo ríkisstyrkurinn
og þá venjulega Jaun kennara og skólastjóra. Kennar-
ar strituðust við að troða í börnin kennslubókunum í
heilu lagi eins og þeir ættu lífið að leysa, og það áttu
þeir raunar, því lífið er háð laununum. Stóð lengi styr
um þessa styrktaraðferð ríkisins, og var að lokum fallið
frá henni, og kom þá kennslueftirlit að nútima hætti í
stað rikisprófendanna. Það þykir nú mikill munur, að
taka á inóti velviljuðum námstjóra, sein hefir það eitt
fyrir auguin að leiðbeina um það, sem betur má fara,
eða prófandanum áður, sem með ófullnægjandi próf-
aðferðum mældi kennurunum út kaupið eftir ártölum
og örnefnum, sem barin höfðu verið inn í börnin. Þess
verður ekki vart, að neinn sakni hinnar gömlu próf-
harðstjórnar, heldur ber öllum saman um, að afnám
hennar hafi orðið barnafræðslunni til viðreisnar, og er
nú svo komið, að enskir barnaskólar njóta mikils álits,
þó framan af væri þeir taldir i lakasta lagi og kennslan
dauð. Frjálsræðið hefir aukið trú kennaranna á mikil-
vægi starfs sins. Á barnafræðslunni hvílir þjóðfélagið.
Án hennar væri ekki hægt að reka nútímaviðskifti, sam-
göngur, iðnað eða búskap með nútímasniði. Barnaskól-
ana sækja nú allflest börn, sem ekki eru i æðri skól-
um, fimm til fjórtán ára gömul, að minnsta kosti fimm
stundir á dag í 42 vikur á ári. Helmingur þessara barna